Innlent

Bein útsending: Tillögur kynntar um aðgerðir í íþrótta- og æskulýðsstarfi í kjölfar #metoo

Atli Ísleifsson skrifar
Í yfirlýsingu sinni sögðu konurnar að kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun sé vandamál í hinum karllæga íþróttaheimi Íslands líkt og á öðrum stöðum í samfélaginu.
Í yfirlýsingu sinni sögðu konurnar að kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun sé vandamál í hinum karllæga íþróttaheimi Íslands líkt og á öðrum stöðum í samfélaginu. MYNDVINNSLA/GARÐAR
Starfshópur Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem skipaður var í kjölfar #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna, hefur skilað ráðherra tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Tillögurnar voru kynntar ríkisstjórn fyrr í dag og almenningi á blaðamannafundi í ráðuneytinu klukkan 13:30 í dag.

Fundinum er lokið en nánar verður fjallað um efni fundarins síðar í dag á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×