Logan Paul opnar sig í einlægu viðtali: „Sá ekki skýrt fyrir áhorfstölum, peningum og frægð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. ágúst 2018 10:30 Logan Paul var hataðasti maður heims í töluverðan tíma. Bandarísk YouTube-stjarnan Logan Paul varð harðlega gagnrýnd fyrr á þessu ári fyrir að hafa birt myndband þar sem lík manneskju sem hafði fyrirfarið sér sást. Hann var á ferðalagi í Japan ásamt vinum sínum. Logan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. Logan og vinir hans gengu fram á lík í skóginum. Í myndbandi sem stjarnan birti á YouTube-rás sinni mátti sjá að félögunum varð ansi brugðið en gerðu jafnframt grín að því. Voru Logan og félagar hans sakaðir um vanvirðingu og viðurstyggilega hegðun.Erfitt ár Í kjölfarið dró Paul sig í hlé en áður en myndbandið var birt var hann ein allra stærsta YouTube-stjarna heims. Þúsundir manna birtu hatursmyndbönd gegn Logan Paul eftir að myndbandið fór í loftið og settist stjarnan á dögunum niður með Bretanum True Geordie sem heldur úti hlaðvarpi á YouTube og ræddi um afleiðingar myndbandsins og þau mistök sem hann gerði. Geordie hafði sjálfur látið Logan heyra það í myndbandi á sínum tíma. „Þetta hefur verið erfitt ár. Þú ert opinber persóna og svo áttu þitt einkalíf. Báðir þessir einstaklingar hafa verið að ganga í gegnum miklar breytingar á síðustu mánuðum. Við höfum báðir verið að læra og þroskast að undanförnu,“ segir Logan Paul og bætir við að undanfarin ár hafi hann alltaf gert myndbönd undir lok hvers árs af hverju það ár hafi verið hans besta á ævinni. Það getur hann ekki gert í lok ársins 2018.Skjáskot úr umræddu myndbandi.„Ég get aftur á móti gert myndband undir lok ársina að þetta hafi verið mitt mikilvægasta ár. Ég missti enga vini og fólkið í kringum mig stóð þétt við bakið á mér. Vinir mínir vissulega gagnrýndu mig og sögðu við mig að ég hefði farið langt yfir strikið. Aftur á móti vildu allir hjálpa mér að reyna að koma mér aftur á beinu brautina.“ Paul segist hafa horft á nokkur YouTube-myndbönd um sjálfan sig í kjölfarið að myndbandinu fræga.Vildi alltaf toppa mig „Ég horfði á einhver myndbönd. Þúsundir manna voru að segja við mig að ég væri hræðileg manneskja og ég varð á einhverjum tímapunkti að taka þetta inn og hugsa að það væri kannski eitthvað til í því sem fólk var að segja. Það var samt mjög erfitt að horfa á þetta. Þú gerir mistök og sjá síðan afleiðingarnar er mjög erfitt,“ segir Paul sem hefur alltaf aðeins eitt markið í sínum myndböndum og það er að fá fólk til að hlægja og þegar það fer akkúrat í öfuga átt sé það mjög erfitt að takast á við.En hvernig endaði furðufugl eins og Logan Paul í umræddum skógi að taka upp efni?„Það er rosalega erfitt að svara þessu. Ég veit ekki allt og er alltaf að læra. Ég var bara strákur sem sá ekki fyrir áhorfatölum, peningum og frægð og vildi alltaf toppa sjálfan mig. Ég fór langt yfir strikið en ég var rangur maður á röngum stað.“ Viðtalið við Logan Paul stendur yfir í um eina klukkustund og má sjá það í heild hér að neðan. Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50 Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53 Fyrsta viðtalið eftir YouTube-skandalinn: „Hvattur til að fremja sjálfsmorð“ Bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að hafa birt myndband þar sem lík manneskju sem hafði fyrirfarið sér sást. 1. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Bandarísk YouTube-stjarnan Logan Paul varð harðlega gagnrýnd fyrr á þessu ári fyrir að hafa birt myndband þar sem lík manneskju sem hafði fyrirfarið sér sást. Hann var á ferðalagi í Japan ásamt vinum sínum. Logan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. Logan og vinir hans gengu fram á lík í skóginum. Í myndbandi sem stjarnan birti á YouTube-rás sinni mátti sjá að félögunum varð ansi brugðið en gerðu jafnframt grín að því. Voru Logan og félagar hans sakaðir um vanvirðingu og viðurstyggilega hegðun.Erfitt ár Í kjölfarið dró Paul sig í hlé en áður en myndbandið var birt var hann ein allra stærsta YouTube-stjarna heims. Þúsundir manna birtu hatursmyndbönd gegn Logan Paul eftir að myndbandið fór í loftið og settist stjarnan á dögunum niður með Bretanum True Geordie sem heldur úti hlaðvarpi á YouTube og ræddi um afleiðingar myndbandsins og þau mistök sem hann gerði. Geordie hafði sjálfur látið Logan heyra það í myndbandi á sínum tíma. „Þetta hefur verið erfitt ár. Þú ert opinber persóna og svo áttu þitt einkalíf. Báðir þessir einstaklingar hafa verið að ganga í gegnum miklar breytingar á síðustu mánuðum. Við höfum báðir verið að læra og þroskast að undanförnu,“ segir Logan Paul og bætir við að undanfarin ár hafi hann alltaf gert myndbönd undir lok hvers árs af hverju það ár hafi verið hans besta á ævinni. Það getur hann ekki gert í lok ársins 2018.Skjáskot úr umræddu myndbandi.„Ég get aftur á móti gert myndband undir lok ársina að þetta hafi verið mitt mikilvægasta ár. Ég missti enga vini og fólkið í kringum mig stóð þétt við bakið á mér. Vinir mínir vissulega gagnrýndu mig og sögðu við mig að ég hefði farið langt yfir strikið. Aftur á móti vildu allir hjálpa mér að reyna að koma mér aftur á beinu brautina.“ Paul segist hafa horft á nokkur YouTube-myndbönd um sjálfan sig í kjölfarið að myndbandinu fræga.Vildi alltaf toppa mig „Ég horfði á einhver myndbönd. Þúsundir manna voru að segja við mig að ég væri hræðileg manneskja og ég varð á einhverjum tímapunkti að taka þetta inn og hugsa að það væri kannski eitthvað til í því sem fólk var að segja. Það var samt mjög erfitt að horfa á þetta. Þú gerir mistök og sjá síðan afleiðingarnar er mjög erfitt,“ segir Paul sem hefur alltaf aðeins eitt markið í sínum myndböndum og það er að fá fólk til að hlægja og þegar það fer akkúrat í öfuga átt sé það mjög erfitt að takast á við.En hvernig endaði furðufugl eins og Logan Paul í umræddum skógi að taka upp efni?„Það er rosalega erfitt að svara þessu. Ég veit ekki allt og er alltaf að læra. Ég var bara strákur sem sá ekki fyrir áhorfatölum, peningum og frægð og vildi alltaf toppa sjálfan mig. Ég fór langt yfir strikið en ég var rangur maður á röngum stað.“ Viðtalið við Logan Paul stendur yfir í um eina klukkustund og má sjá það í heild hér að neðan.
Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50 Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53 Fyrsta viðtalið eftir YouTube-skandalinn: „Hvattur til að fremja sjálfsmorð“ Bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að hafa birt myndband þar sem lík manneskju sem hafði fyrirfarið sér sást. 1. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34
Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50
Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53
Fyrsta viðtalið eftir YouTube-skandalinn: „Hvattur til að fremja sjálfsmorð“ Bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að hafa birt myndband þar sem lík manneskju sem hafði fyrirfarið sér sást. 1. febrúar 2018 15:30