Lífið

Frethólkur látinn fjúka: Streymdi uppsögninni beint á Instagram

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Paul Flart er nú atvinnulaus eftir að hafa vakið heimsathygli fyrir viðrekstur sinn.
Paul Flart er nú atvinnulaus eftir að hafa vakið heimsathygli fyrir viðrekstur sinn.

Maður sem kallar sig Paul Flart vakti mikla athygli á dögunum þegar hann festi allan viðrekstur samviskusamlega á filmu í hálft ár og deildi með Instagram-fylgjendum sínum. Hann hefur nú verið rekinn fyrir viðreksturinn.

Maðurinn, sem raunverulega heitir Doug, starfaði sem öryggisvörður á sjúkrahúsi í New Jersey í Bandaríkjunum. Hann hefur nú misst starf sitt vegna þess að hann braut reglur um símanotkun í vinnunni, auk þess sem hann birti á netinu myndband af sjálfum sér með merkjum fyrirtækisins sem hann starfaði hjá, þvert gegn vinnureglum sem honum voru settar.

Flart virtist ekki hafa látið uppsögnina á sig fá, en hann streymdi því beint á Instagram-síðu sinni þegar honum var sagt upp störfum. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Í samtali við Vice sagðist Flart hafa tekið uppsögninni vel þar sem hann væri þegar farinn að íhuga næstu skref, en þau snúa að því að skapa sér enn stærra nafn á samfélagsmiðlum, allt í krafti vindgangsins sem byrjaði ævintýri Flarts.

Tengdar fréttir

Festi allan viðrekstur samviskusamlega á filmu í hálft ár

Maður sem kallar sig Paul Flart er gjörsamlega að sigra veraldarvefinn um þessar mundir en hann starfar sem öryggisvörður í Bandaríkjunum og hefur tekið sjálfan sig upp á filmu í miðjum viðrekstri síðustu sex mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.