Innlent

Alvarleg líkamsárás í Sandgerði

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Einn var fluttur á sjúkrahús eftir stórfellda líkamsárás í teiti í Sandgerði.
Einn var fluttur á sjúkrahús eftir stórfellda líkamsárás í teiti í Sandgerði. Vísir/Sigurjón
Laust fyrir miðnætti var Lögreglan á Suðuresjum kölluð út vegna líkamsárásar sem á að hafa átt sér stað í heimahúsi í Sandgerði. Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurnesjum var einn aðili fluttur á sjúkrahús í nótt. Maðurinn er ekki í lífshættu. Ansi margir voru handteknir í tengslum við málið og eru fangageymslur á Suðurnesjum fullar vegna málsins.

„Við lítum á þetta sem stórfellda líkamsárás og þess vegna eru allir handteknir í tengslum við þetta mál og úr þessu partíi.“

Rannsókn málsins er á frumstigi og því ekki hægt að veita frekari upplýsingar um líkamsárásina að svo stöddu. Lögreglan fékkst ekki til þess að segja til um hvort vopni hafi verið beitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×