Laust fyrir klukkan 10 í morgun barst lögreglu tilkynning um að hvalhræ væri á reki í sjónum við Sæbraut.
Lögregla telur að um sé að ræða hræ af hvali sem drapst nýlega og sagt var frá í fjölmiðlum.
Líklega er hræið því af andarnefju sem strandaði í fjörunni í Engey 16. ágúst síðastliðinn. Tvær andarnefjur strönduðu þá og tókst að koma annarri þeirra á flot.
Að sögn lögreglu mun ekki vera hægt að fjarlæga hræið af sökum þess hve illa farið það er. Náttúran verður því að hafa sinn gang.
Hvalhræ á reki við Sæbraut

Tengdar fréttir

Andarnefjan var sex metra kvendýr sem hafði greinilega ekki nærst í nokkurn tíma
Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur fór út í Engey fyrr í dag ásamt Gísla Víkingssyni frá Hafrannsóknastofnuninni til að rannsaka dýrið.

Björguðu andarnefju úr Engey
Björgunarfólki tókst í gærkvöld að koma á flot annarri af tveimur andarnefjum sem strönduðu í fjörunni í Engey í gær. Talið var að hún myndi spjara sig. Hin andarnefjan drapst skömmu áður en flæddi að henni.

Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey
Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot.

Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey
Tvær andarnefjur sitja fastar í fjörunni. Reynt er að halda í þeim lífi þar til flæðir að aftur.