Andarnefjan var sex metra kvendýr sem hafði greinilega ekki nærst í nokkurn tíma Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2018 23:15 Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur fór aftur út í Engey í dag til að rannsaka andarnefjuna sem drapst. Andarnefjan sem drapst í fjörunni í Engey eftir að hafa strandað þar um miðjan dag í gær var sex metra kvendýr í ágætis holdum. Þetta segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur sem fór út í eyna fyrr í dag ásamt Gísla Víkingssyni frá Hafrannsóknastofnuninni til að rannsaka dýrið. Tvær andarnefjur strönduðu í Engey í gær en hópi fólks tókst að bjarga annarri þeirra með því að koma henni á flot á níunda tímanum í gærkvöldi. Magnaðar myndir náðust af björguninni.Mikið sem við vitum ekki um þessi dýr „Við tókum ítarleg sýni en það hefur verið sjaldgæft að fá andarnefjur til að rannsaka með þessum hætti. Það er mikið sem við vitum ekki um þessi dýr,“ segir Edda Elísabet. Hún segir að þetta hafa verið í annað sinn sem hún rannsaki andarnefju með þessum hætti. Fyrra skiptið hafi verið á Akureyri árið 2008 þegar andarnefjur leituðu inn í Pollinn. Þá strandaði ein eftir að hafa flækst þar í bauju. Hún segir þá Gísla hafa setið eftir með fullt af spurningum eftir að hafa rannsakað dýrið í dag. Þau hafi þó fengið ýmis svör. „Við könnuðum magainnihald og hún var með alveg tóman maga. Það var greinilegt að hún hafði ekki nærst í þó nokkurn tíma. Ég myndi halda um viku, mögulega lengri tíma. Það voru engar nýjar, hálfmeltar leifar í maganum eða þörmum þar sem var mestmegnis gall.“Kynþroska dýr Edda Elísabet segir að þau hafi þó komist að því að andarnefjan hafi síðast nærst á smokkfisk þar sem þau hafi fundið leifar af goggum smokkfiska. „Það er einmitt sú bráð sem er eðlileg fyrir andarnefjur. Það er þeirra meginuppistaða. Það voru engin merki um beinfiska eins og makríl, loðnu eða aðrar tegundir.“ Ekki er vitað hvað dýrið var gamalt en slík aldursgreining tekur tíma. „Þessi dýr eru aldurgreind út frá augasteinum. Linsan – ákveðin samsetning og hlutföll efna þar – munu nýtast til að greina aldur. Við vitum þó að þetta var tæplega sex metra langt kvendýr. Það bendi til að þetta sé að minnsta kosti fullorðið dýr, kynþroska, sem hafi mögulega verið búið að eignast kálfa einu sinni. Þá vitum við að hún var ekki þunguð. Við fundum ekkert plast í henni, eins og hefur oft verið tilfellið með strandaða hvali upp á síðkastið.“ Edda telur líklegast að dýrinu verði nú sökkt. „Nú er hvalshræið opið og bitar hér og þar sem einhverjir fuglar eiga kannski eftir að fara í. En þessu verður komið út í sjó. Ég veit þó ekki hvenær. Væntanlega mun Landhelgisgæslan sjá um þetta, en samkvæmt reglugerðum þá er það sveitarfélagið sem er ábyrgt fyrir losun á hræinu og fari ekki að rotna nærri mannabyggð.“ Tengdar fréttir Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Andarnefjan sem drapst í fjörunni í Engey eftir að hafa strandað þar um miðjan dag í gær var sex metra kvendýr í ágætis holdum. Þetta segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur sem fór út í eyna fyrr í dag ásamt Gísla Víkingssyni frá Hafrannsóknastofnuninni til að rannsaka dýrið. Tvær andarnefjur strönduðu í Engey í gær en hópi fólks tókst að bjarga annarri þeirra með því að koma henni á flot á níunda tímanum í gærkvöldi. Magnaðar myndir náðust af björguninni.Mikið sem við vitum ekki um þessi dýr „Við tókum ítarleg sýni en það hefur verið sjaldgæft að fá andarnefjur til að rannsaka með þessum hætti. Það er mikið sem við vitum ekki um þessi dýr,“ segir Edda Elísabet. Hún segir að þetta hafa verið í annað sinn sem hún rannsaki andarnefju með þessum hætti. Fyrra skiptið hafi verið á Akureyri árið 2008 þegar andarnefjur leituðu inn í Pollinn. Þá strandaði ein eftir að hafa flækst þar í bauju. Hún segir þá Gísla hafa setið eftir með fullt af spurningum eftir að hafa rannsakað dýrið í dag. Þau hafi þó fengið ýmis svör. „Við könnuðum magainnihald og hún var með alveg tóman maga. Það var greinilegt að hún hafði ekki nærst í þó nokkurn tíma. Ég myndi halda um viku, mögulega lengri tíma. Það voru engar nýjar, hálfmeltar leifar í maganum eða þörmum þar sem var mestmegnis gall.“Kynþroska dýr Edda Elísabet segir að þau hafi þó komist að því að andarnefjan hafi síðast nærst á smokkfisk þar sem þau hafi fundið leifar af goggum smokkfiska. „Það er einmitt sú bráð sem er eðlileg fyrir andarnefjur. Það er þeirra meginuppistaða. Það voru engin merki um beinfiska eins og makríl, loðnu eða aðrar tegundir.“ Ekki er vitað hvað dýrið var gamalt en slík aldursgreining tekur tíma. „Þessi dýr eru aldurgreind út frá augasteinum. Linsan – ákveðin samsetning og hlutföll efna þar – munu nýtast til að greina aldur. Við vitum þó að þetta var tæplega sex metra langt kvendýr. Það bendi til að þetta sé að minnsta kosti fullorðið dýr, kynþroska, sem hafi mögulega verið búið að eignast kálfa einu sinni. Þá vitum við að hún var ekki þunguð. Við fundum ekkert plast í henni, eins og hefur oft verið tilfellið með strandaða hvali upp á síðkastið.“ Edda telur líklegast að dýrinu verði nú sökkt. „Nú er hvalshræið opið og bitar hér og þar sem einhverjir fuglar eiga kannski eftir að fara í. En þessu verður komið út í sjó. Ég veit þó ekki hvenær. Væntanlega mun Landhelgisgæslan sjá um þetta, en samkvæmt reglugerðum þá er það sveitarfélagið sem er ábyrgt fyrir losun á hræinu og fari ekki að rotna nærri mannabyggð.“
Tengdar fréttir Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34
Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33