Andarnefjan var sex metra kvendýr sem hafði greinilega ekki nærst í nokkurn tíma Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2018 23:15 Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur fór aftur út í Engey í dag til að rannsaka andarnefjuna sem drapst. Andarnefjan sem drapst í fjörunni í Engey eftir að hafa strandað þar um miðjan dag í gær var sex metra kvendýr í ágætis holdum. Þetta segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur sem fór út í eyna fyrr í dag ásamt Gísla Víkingssyni frá Hafrannsóknastofnuninni til að rannsaka dýrið. Tvær andarnefjur strönduðu í Engey í gær en hópi fólks tókst að bjarga annarri þeirra með því að koma henni á flot á níunda tímanum í gærkvöldi. Magnaðar myndir náðust af björguninni.Mikið sem við vitum ekki um þessi dýr „Við tókum ítarleg sýni en það hefur verið sjaldgæft að fá andarnefjur til að rannsaka með þessum hætti. Það er mikið sem við vitum ekki um þessi dýr,“ segir Edda Elísabet. Hún segir að þetta hafa verið í annað sinn sem hún rannsaki andarnefju með þessum hætti. Fyrra skiptið hafi verið á Akureyri árið 2008 þegar andarnefjur leituðu inn í Pollinn. Þá strandaði ein eftir að hafa flækst þar í bauju. Hún segir þá Gísla hafa setið eftir með fullt af spurningum eftir að hafa rannsakað dýrið í dag. Þau hafi þó fengið ýmis svör. „Við könnuðum magainnihald og hún var með alveg tóman maga. Það var greinilegt að hún hafði ekki nærst í þó nokkurn tíma. Ég myndi halda um viku, mögulega lengri tíma. Það voru engar nýjar, hálfmeltar leifar í maganum eða þörmum þar sem var mestmegnis gall.“Kynþroska dýr Edda Elísabet segir að þau hafi þó komist að því að andarnefjan hafi síðast nærst á smokkfisk þar sem þau hafi fundið leifar af goggum smokkfiska. „Það er einmitt sú bráð sem er eðlileg fyrir andarnefjur. Það er þeirra meginuppistaða. Það voru engin merki um beinfiska eins og makríl, loðnu eða aðrar tegundir.“ Ekki er vitað hvað dýrið var gamalt en slík aldursgreining tekur tíma. „Þessi dýr eru aldurgreind út frá augasteinum. Linsan – ákveðin samsetning og hlutföll efna þar – munu nýtast til að greina aldur. Við vitum þó að þetta var tæplega sex metra langt kvendýr. Það bendi til að þetta sé að minnsta kosti fullorðið dýr, kynþroska, sem hafi mögulega verið búið að eignast kálfa einu sinni. Þá vitum við að hún var ekki þunguð. Við fundum ekkert plast í henni, eins og hefur oft verið tilfellið með strandaða hvali upp á síðkastið.“ Edda telur líklegast að dýrinu verði nú sökkt. „Nú er hvalshræið opið og bitar hér og þar sem einhverjir fuglar eiga kannski eftir að fara í. En þessu verður komið út í sjó. Ég veit þó ekki hvenær. Væntanlega mun Landhelgisgæslan sjá um þetta, en samkvæmt reglugerðum þá er það sveitarfélagið sem er ábyrgt fyrir losun á hræinu og fari ekki að rotna nærri mannabyggð.“ Tengdar fréttir Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Sjá meira
Andarnefjan sem drapst í fjörunni í Engey eftir að hafa strandað þar um miðjan dag í gær var sex metra kvendýr í ágætis holdum. Þetta segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur sem fór út í eyna fyrr í dag ásamt Gísla Víkingssyni frá Hafrannsóknastofnuninni til að rannsaka dýrið. Tvær andarnefjur strönduðu í Engey í gær en hópi fólks tókst að bjarga annarri þeirra með því að koma henni á flot á níunda tímanum í gærkvöldi. Magnaðar myndir náðust af björguninni.Mikið sem við vitum ekki um þessi dýr „Við tókum ítarleg sýni en það hefur verið sjaldgæft að fá andarnefjur til að rannsaka með þessum hætti. Það er mikið sem við vitum ekki um þessi dýr,“ segir Edda Elísabet. Hún segir að þetta hafa verið í annað sinn sem hún rannsaki andarnefju með þessum hætti. Fyrra skiptið hafi verið á Akureyri árið 2008 þegar andarnefjur leituðu inn í Pollinn. Þá strandaði ein eftir að hafa flækst þar í bauju. Hún segir þá Gísla hafa setið eftir með fullt af spurningum eftir að hafa rannsakað dýrið í dag. Þau hafi þó fengið ýmis svör. „Við könnuðum magainnihald og hún var með alveg tóman maga. Það var greinilegt að hún hafði ekki nærst í þó nokkurn tíma. Ég myndi halda um viku, mögulega lengri tíma. Það voru engar nýjar, hálfmeltar leifar í maganum eða þörmum þar sem var mestmegnis gall.“Kynþroska dýr Edda Elísabet segir að þau hafi þó komist að því að andarnefjan hafi síðast nærst á smokkfisk þar sem þau hafi fundið leifar af goggum smokkfiska. „Það er einmitt sú bráð sem er eðlileg fyrir andarnefjur. Það er þeirra meginuppistaða. Það voru engin merki um beinfiska eins og makríl, loðnu eða aðrar tegundir.“ Ekki er vitað hvað dýrið var gamalt en slík aldursgreining tekur tíma. „Þessi dýr eru aldurgreind út frá augasteinum. Linsan – ákveðin samsetning og hlutföll efna þar – munu nýtast til að greina aldur. Við vitum þó að þetta var tæplega sex metra langt kvendýr. Það bendi til að þetta sé að minnsta kosti fullorðið dýr, kynþroska, sem hafi mögulega verið búið að eignast kálfa einu sinni. Þá vitum við að hún var ekki þunguð. Við fundum ekkert plast í henni, eins og hefur oft verið tilfellið með strandaða hvali upp á síðkastið.“ Edda telur líklegast að dýrinu verði nú sökkt. „Nú er hvalshræið opið og bitar hér og þar sem einhverjir fuglar eiga kannski eftir að fara í. En þessu verður komið út í sjó. Ég veit þó ekki hvenær. Væntanlega mun Landhelgisgæslan sjá um þetta, en samkvæmt reglugerðum þá er það sveitarfélagið sem er ábyrgt fyrir losun á hræinu og fari ekki að rotna nærri mannabyggð.“
Tengdar fréttir Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Sjá meira
Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34
Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent