Andarnefjan var sex metra kvendýr sem hafði greinilega ekki nærst í nokkurn tíma Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2018 23:15 Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur fór aftur út í Engey í dag til að rannsaka andarnefjuna sem drapst. Andarnefjan sem drapst í fjörunni í Engey eftir að hafa strandað þar um miðjan dag í gær var sex metra kvendýr í ágætis holdum. Þetta segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur sem fór út í eyna fyrr í dag ásamt Gísla Víkingssyni frá Hafrannsóknastofnuninni til að rannsaka dýrið. Tvær andarnefjur strönduðu í Engey í gær en hópi fólks tókst að bjarga annarri þeirra með því að koma henni á flot á níunda tímanum í gærkvöldi. Magnaðar myndir náðust af björguninni.Mikið sem við vitum ekki um þessi dýr „Við tókum ítarleg sýni en það hefur verið sjaldgæft að fá andarnefjur til að rannsaka með þessum hætti. Það er mikið sem við vitum ekki um þessi dýr,“ segir Edda Elísabet. Hún segir að þetta hafa verið í annað sinn sem hún rannsaki andarnefju með þessum hætti. Fyrra skiptið hafi verið á Akureyri árið 2008 þegar andarnefjur leituðu inn í Pollinn. Þá strandaði ein eftir að hafa flækst þar í bauju. Hún segir þá Gísla hafa setið eftir með fullt af spurningum eftir að hafa rannsakað dýrið í dag. Þau hafi þó fengið ýmis svör. „Við könnuðum magainnihald og hún var með alveg tóman maga. Það var greinilegt að hún hafði ekki nærst í þó nokkurn tíma. Ég myndi halda um viku, mögulega lengri tíma. Það voru engar nýjar, hálfmeltar leifar í maganum eða þörmum þar sem var mestmegnis gall.“Kynþroska dýr Edda Elísabet segir að þau hafi þó komist að því að andarnefjan hafi síðast nærst á smokkfisk þar sem þau hafi fundið leifar af goggum smokkfiska. „Það er einmitt sú bráð sem er eðlileg fyrir andarnefjur. Það er þeirra meginuppistaða. Það voru engin merki um beinfiska eins og makríl, loðnu eða aðrar tegundir.“ Ekki er vitað hvað dýrið var gamalt en slík aldursgreining tekur tíma. „Þessi dýr eru aldurgreind út frá augasteinum. Linsan – ákveðin samsetning og hlutföll efna þar – munu nýtast til að greina aldur. Við vitum þó að þetta var tæplega sex metra langt kvendýr. Það bendi til að þetta sé að minnsta kosti fullorðið dýr, kynþroska, sem hafi mögulega verið búið að eignast kálfa einu sinni. Þá vitum við að hún var ekki þunguð. Við fundum ekkert plast í henni, eins og hefur oft verið tilfellið með strandaða hvali upp á síðkastið.“ Edda telur líklegast að dýrinu verði nú sökkt. „Nú er hvalshræið opið og bitar hér og þar sem einhverjir fuglar eiga kannski eftir að fara í. En þessu verður komið út í sjó. Ég veit þó ekki hvenær. Væntanlega mun Landhelgisgæslan sjá um þetta, en samkvæmt reglugerðum þá er það sveitarfélagið sem er ábyrgt fyrir losun á hræinu og fari ekki að rotna nærri mannabyggð.“ Tengdar fréttir Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Andarnefjan sem drapst í fjörunni í Engey eftir að hafa strandað þar um miðjan dag í gær var sex metra kvendýr í ágætis holdum. Þetta segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur sem fór út í eyna fyrr í dag ásamt Gísla Víkingssyni frá Hafrannsóknastofnuninni til að rannsaka dýrið. Tvær andarnefjur strönduðu í Engey í gær en hópi fólks tókst að bjarga annarri þeirra með því að koma henni á flot á níunda tímanum í gærkvöldi. Magnaðar myndir náðust af björguninni.Mikið sem við vitum ekki um þessi dýr „Við tókum ítarleg sýni en það hefur verið sjaldgæft að fá andarnefjur til að rannsaka með þessum hætti. Það er mikið sem við vitum ekki um þessi dýr,“ segir Edda Elísabet. Hún segir að þetta hafa verið í annað sinn sem hún rannsaki andarnefju með þessum hætti. Fyrra skiptið hafi verið á Akureyri árið 2008 þegar andarnefjur leituðu inn í Pollinn. Þá strandaði ein eftir að hafa flækst þar í bauju. Hún segir þá Gísla hafa setið eftir með fullt af spurningum eftir að hafa rannsakað dýrið í dag. Þau hafi þó fengið ýmis svör. „Við könnuðum magainnihald og hún var með alveg tóman maga. Það var greinilegt að hún hafði ekki nærst í þó nokkurn tíma. Ég myndi halda um viku, mögulega lengri tíma. Það voru engar nýjar, hálfmeltar leifar í maganum eða þörmum þar sem var mestmegnis gall.“Kynþroska dýr Edda Elísabet segir að þau hafi þó komist að því að andarnefjan hafi síðast nærst á smokkfisk þar sem þau hafi fundið leifar af goggum smokkfiska. „Það er einmitt sú bráð sem er eðlileg fyrir andarnefjur. Það er þeirra meginuppistaða. Það voru engin merki um beinfiska eins og makríl, loðnu eða aðrar tegundir.“ Ekki er vitað hvað dýrið var gamalt en slík aldursgreining tekur tíma. „Þessi dýr eru aldurgreind út frá augasteinum. Linsan – ákveðin samsetning og hlutföll efna þar – munu nýtast til að greina aldur. Við vitum þó að þetta var tæplega sex metra langt kvendýr. Það bendi til að þetta sé að minnsta kosti fullorðið dýr, kynþroska, sem hafi mögulega verið búið að eignast kálfa einu sinni. Þá vitum við að hún var ekki þunguð. Við fundum ekkert plast í henni, eins og hefur oft verið tilfellið með strandaða hvali upp á síðkastið.“ Edda telur líklegast að dýrinu verði nú sökkt. „Nú er hvalshræið opið og bitar hér og þar sem einhverjir fuglar eiga kannski eftir að fara í. En þessu verður komið út í sjó. Ég veit þó ekki hvenær. Væntanlega mun Landhelgisgæslan sjá um þetta, en samkvæmt reglugerðum þá er það sveitarfélagið sem er ábyrgt fyrir losun á hræinu og fari ekki að rotna nærri mannabyggð.“
Tengdar fréttir Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34
Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33