Andarnefjan var sex metra kvendýr sem hafði greinilega ekki nærst í nokkurn tíma Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2018 23:15 Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur fór aftur út í Engey í dag til að rannsaka andarnefjuna sem drapst. Andarnefjan sem drapst í fjörunni í Engey eftir að hafa strandað þar um miðjan dag í gær var sex metra kvendýr í ágætis holdum. Þetta segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur sem fór út í eyna fyrr í dag ásamt Gísla Víkingssyni frá Hafrannsóknastofnuninni til að rannsaka dýrið. Tvær andarnefjur strönduðu í Engey í gær en hópi fólks tókst að bjarga annarri þeirra með því að koma henni á flot á níunda tímanum í gærkvöldi. Magnaðar myndir náðust af björguninni.Mikið sem við vitum ekki um þessi dýr „Við tókum ítarleg sýni en það hefur verið sjaldgæft að fá andarnefjur til að rannsaka með þessum hætti. Það er mikið sem við vitum ekki um þessi dýr,“ segir Edda Elísabet. Hún segir að þetta hafa verið í annað sinn sem hún rannsaki andarnefju með þessum hætti. Fyrra skiptið hafi verið á Akureyri árið 2008 þegar andarnefjur leituðu inn í Pollinn. Þá strandaði ein eftir að hafa flækst þar í bauju. Hún segir þá Gísla hafa setið eftir með fullt af spurningum eftir að hafa rannsakað dýrið í dag. Þau hafi þó fengið ýmis svör. „Við könnuðum magainnihald og hún var með alveg tóman maga. Það var greinilegt að hún hafði ekki nærst í þó nokkurn tíma. Ég myndi halda um viku, mögulega lengri tíma. Það voru engar nýjar, hálfmeltar leifar í maganum eða þörmum þar sem var mestmegnis gall.“Kynþroska dýr Edda Elísabet segir að þau hafi þó komist að því að andarnefjan hafi síðast nærst á smokkfisk þar sem þau hafi fundið leifar af goggum smokkfiska. „Það er einmitt sú bráð sem er eðlileg fyrir andarnefjur. Það er þeirra meginuppistaða. Það voru engin merki um beinfiska eins og makríl, loðnu eða aðrar tegundir.“ Ekki er vitað hvað dýrið var gamalt en slík aldursgreining tekur tíma. „Þessi dýr eru aldurgreind út frá augasteinum. Linsan – ákveðin samsetning og hlutföll efna þar – munu nýtast til að greina aldur. Við vitum þó að þetta var tæplega sex metra langt kvendýr. Það bendi til að þetta sé að minnsta kosti fullorðið dýr, kynþroska, sem hafi mögulega verið búið að eignast kálfa einu sinni. Þá vitum við að hún var ekki þunguð. Við fundum ekkert plast í henni, eins og hefur oft verið tilfellið með strandaða hvali upp á síðkastið.“ Edda telur líklegast að dýrinu verði nú sökkt. „Nú er hvalshræið opið og bitar hér og þar sem einhverjir fuglar eiga kannski eftir að fara í. En þessu verður komið út í sjó. Ég veit þó ekki hvenær. Væntanlega mun Landhelgisgæslan sjá um þetta, en samkvæmt reglugerðum þá er það sveitarfélagið sem er ábyrgt fyrir losun á hræinu og fari ekki að rotna nærri mannabyggð.“ Tengdar fréttir Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Andarnefjan sem drapst í fjörunni í Engey eftir að hafa strandað þar um miðjan dag í gær var sex metra kvendýr í ágætis holdum. Þetta segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur sem fór út í eyna fyrr í dag ásamt Gísla Víkingssyni frá Hafrannsóknastofnuninni til að rannsaka dýrið. Tvær andarnefjur strönduðu í Engey í gær en hópi fólks tókst að bjarga annarri þeirra með því að koma henni á flot á níunda tímanum í gærkvöldi. Magnaðar myndir náðust af björguninni.Mikið sem við vitum ekki um þessi dýr „Við tókum ítarleg sýni en það hefur verið sjaldgæft að fá andarnefjur til að rannsaka með þessum hætti. Það er mikið sem við vitum ekki um þessi dýr,“ segir Edda Elísabet. Hún segir að þetta hafa verið í annað sinn sem hún rannsaki andarnefju með þessum hætti. Fyrra skiptið hafi verið á Akureyri árið 2008 þegar andarnefjur leituðu inn í Pollinn. Þá strandaði ein eftir að hafa flækst þar í bauju. Hún segir þá Gísla hafa setið eftir með fullt af spurningum eftir að hafa rannsakað dýrið í dag. Þau hafi þó fengið ýmis svör. „Við könnuðum magainnihald og hún var með alveg tóman maga. Það var greinilegt að hún hafði ekki nærst í þó nokkurn tíma. Ég myndi halda um viku, mögulega lengri tíma. Það voru engar nýjar, hálfmeltar leifar í maganum eða þörmum þar sem var mestmegnis gall.“Kynþroska dýr Edda Elísabet segir að þau hafi þó komist að því að andarnefjan hafi síðast nærst á smokkfisk þar sem þau hafi fundið leifar af goggum smokkfiska. „Það er einmitt sú bráð sem er eðlileg fyrir andarnefjur. Það er þeirra meginuppistaða. Það voru engin merki um beinfiska eins og makríl, loðnu eða aðrar tegundir.“ Ekki er vitað hvað dýrið var gamalt en slík aldursgreining tekur tíma. „Þessi dýr eru aldurgreind út frá augasteinum. Linsan – ákveðin samsetning og hlutföll efna þar – munu nýtast til að greina aldur. Við vitum þó að þetta var tæplega sex metra langt kvendýr. Það bendi til að þetta sé að minnsta kosti fullorðið dýr, kynþroska, sem hafi mögulega verið búið að eignast kálfa einu sinni. Þá vitum við að hún var ekki þunguð. Við fundum ekkert plast í henni, eins og hefur oft verið tilfellið með strandaða hvali upp á síðkastið.“ Edda telur líklegast að dýrinu verði nú sökkt. „Nú er hvalshræið opið og bitar hér og þar sem einhverjir fuglar eiga kannski eftir að fara í. En þessu verður komið út í sjó. Ég veit þó ekki hvenær. Væntanlega mun Landhelgisgæslan sjá um þetta, en samkvæmt reglugerðum þá er það sveitarfélagið sem er ábyrgt fyrir losun á hræinu og fari ekki að rotna nærri mannabyggð.“
Tengdar fréttir Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34
Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent