Innlent

Leita að uppruna neyðarsendingar á hálendinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Rúmlega 70 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni.
Rúmlega 70 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir á Suðurlandi og úr Árnessýslu voru kallaðar út vegna neyðarboða sem bárust frá neyðarsendi á Fjallbaki, norðan Torfajökuls, fyrr í kvöld. Björgunarsveitarmenn eru komnir á vettvang þar sem talið er að sendingin hafi komið frá Sendingin barst fyrir rúmum fjórum tímum, þegar þetta er skrifað um hálf ellefu, en ekki er vitað frá hverjum þau bárust og í hverju neyðin felst.

Slæmt veður er á svæðinu. Mikill vindur og mikið hefur rignt í dag. Rúmlega 70 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni. Erfiðlega hefur gengið að komast á svæðið vegna rigningarinnar.

Enn er verið að vinna að því að afla upplýsinga um hver gæti hafa sent skilaboðin með því að skaða ferðaáætlanir sem hafa verið sendar inn og ræða við skálaverði.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að leit verði haldið áfram á svæðinu og sömuleiðis verði upplýsingaöflun haldið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×