Knattspyrnumenn verjast gjaldeyrissveiflum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Leikmenn Leicester fagna ógurlega eftir sigurmark Harry Maguire á dögunum. Vísir/Getty Knattspyrnumenn í ensku úrvalsdeildinni reyna eftir fremsta megni að verja háar tekjur sínar gegn áhrifum Brexit, að því er Financial Times greinir frá. Yfirvofandi úrsögn Breta úr Evrópusambandinu hefur áhrif á fjárhagslegar ákvarðanir leikmanna, sem og knattspyrnufélaga. Fyrirtækið Argentex, sem sérhæfir sig í gjaldeyrisviðskiptum fyrir íþróttafélög og íþróttamenn, segir að eftirspurn eftir gjaldeyrisvörnum hafi aukist um 43 prósent frá því að kosið var um Brexit. Þjónustan sem Argentex býður upp á er að læsa gengi gjaldmiðils í nokkra mánuði en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru leikmenn ríkjandi Englandsmeistara, Manchester City. Umfang gjaldeyrisvarna hjá Argentex frá árinu 2016 nemur meira en 100 milljónum punda. Jon Goss, forstöðumaður hjá fyrirtækinu, segir í samtali við Financial Times að 70 prósent leikmanna í ensku úrvalsdeildinni séu af erlendum uppruna. Það þýði að margir sendi hluta af launum sínum til heimalandsins eða kaupi vörur og þjónustu erlendis. Það sé undirstaða eftirspurnar eftir þjónustunni. Stór knattspyrnulið á Englandi eru varin fyrir gengissveiflum að því leytinu til að þau fá tekjur í evrum fyrir að keppa á Evrópumótum og í Bandaríkjadölum í gegnum samninga við alþjóðlega styrktaraðila. Smærri félög, sem eru með einsleitari tekjugrunna, eru hins vegar ekki jafn vel varin. Breska pundið hefur fallið um 14 prósent frá kosningunni um Brexit, þar af um þrjú prósent á síðustu þremur mánuðum. Manchester United, ríkasta knattspyrnufélag heims, gaf út á síðasta ári að nýir leikmenn hefðu beðið um að fá greitt í evrum frekar en pundum. Þeim beiðnum var hafnað þar sem félagið hafði ekki nægar evrur til ráðstöfunar. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Knattspyrnumenn í ensku úrvalsdeildinni reyna eftir fremsta megni að verja háar tekjur sínar gegn áhrifum Brexit, að því er Financial Times greinir frá. Yfirvofandi úrsögn Breta úr Evrópusambandinu hefur áhrif á fjárhagslegar ákvarðanir leikmanna, sem og knattspyrnufélaga. Fyrirtækið Argentex, sem sérhæfir sig í gjaldeyrisviðskiptum fyrir íþróttafélög og íþróttamenn, segir að eftirspurn eftir gjaldeyrisvörnum hafi aukist um 43 prósent frá því að kosið var um Brexit. Þjónustan sem Argentex býður upp á er að læsa gengi gjaldmiðils í nokkra mánuði en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru leikmenn ríkjandi Englandsmeistara, Manchester City. Umfang gjaldeyrisvarna hjá Argentex frá árinu 2016 nemur meira en 100 milljónum punda. Jon Goss, forstöðumaður hjá fyrirtækinu, segir í samtali við Financial Times að 70 prósent leikmanna í ensku úrvalsdeildinni séu af erlendum uppruna. Það þýði að margir sendi hluta af launum sínum til heimalandsins eða kaupi vörur og þjónustu erlendis. Það sé undirstaða eftirspurnar eftir þjónustunni. Stór knattspyrnulið á Englandi eru varin fyrir gengissveiflum að því leytinu til að þau fá tekjur í evrum fyrir að keppa á Evrópumótum og í Bandaríkjadölum í gegnum samninga við alþjóðlega styrktaraðila. Smærri félög, sem eru með einsleitari tekjugrunna, eru hins vegar ekki jafn vel varin. Breska pundið hefur fallið um 14 prósent frá kosningunni um Brexit, þar af um þrjú prósent á síðustu þremur mánuðum. Manchester United, ríkasta knattspyrnufélag heims, gaf út á síðasta ári að nýir leikmenn hefðu beðið um að fá greitt í evrum frekar en pundum. Þeim beiðnum var hafnað þar sem félagið hafði ekki nægar evrur til ráðstöfunar.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira