Segir flugfélögin ekki of stór til að falla Höskuldur Kári Schram skrifar 29. ágúst 2018 18:45 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að íslensku flugfélögin séu ekki of stór til að falla og að þjóðarbúið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Hann telur þó mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum í umræðu um stöðu flugfélaganna. Staða íslensku flugfélaganna var sérstaklega rædd á fundi peningastefnunefndar í aðdragana vaxtaákvörðunar sem var kynnt í morgun. Seðlabankastjóri segir að bankinn fylgist vel með þróun mála en segir að nefndin leggi ekki sérstakt mat á þjóðhagslegt mikilvægi félaganna. „Peningastefnunefnd leggur ekki neitt mat á slíkt. Við fylgjumst aðallega með bönkunum sem kerfislæga mikilvægum fyrirtækjum. Mitt mat er það að þau séu ekki endilega of stór til þess að falla það er bara spurning hvernig verður tekið á því og hvað kemur í staðinn og annað því um líkt. Svo skulum við ekkert vera gera því skóna að þau séu að falla, það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Wow hyggst sækja sér aukið fjármagn í milljarða skuldabréfaútboði og verð á hlutabréfum í Icelandair hefur hríðfallið í sumar. Á mánudag ákváð Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair að hætta og vildi með því axla ábyrgð á stöðu félagsins eins og sagði í tilkynningu. Peningastefnunefnd telur að verulega hægi á vexti ferðaþjónustunnar á næstu misserum en Már segir að hagkerfið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Bankakerfið sé sterkt og einnig staða ríkissjóðs. „Þannig að það er engin ástæða til þó að það geti orðið einhver aðlögun eða einhver fyrirtæki að fara og önnur að koma. Að það séu einhver stórkostleg áföll framundan. það er ekkert sem teiknar upp til þess,“ segir Már. Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að íslensku flugfélögin séu ekki of stór til að falla og að þjóðarbúið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Hann telur þó mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum í umræðu um stöðu flugfélaganna. Staða íslensku flugfélaganna var sérstaklega rædd á fundi peningastefnunefndar í aðdragana vaxtaákvörðunar sem var kynnt í morgun. Seðlabankastjóri segir að bankinn fylgist vel með þróun mála en segir að nefndin leggi ekki sérstakt mat á þjóðhagslegt mikilvægi félaganna. „Peningastefnunefnd leggur ekki neitt mat á slíkt. Við fylgjumst aðallega með bönkunum sem kerfislæga mikilvægum fyrirtækjum. Mitt mat er það að þau séu ekki endilega of stór til þess að falla það er bara spurning hvernig verður tekið á því og hvað kemur í staðinn og annað því um líkt. Svo skulum við ekkert vera gera því skóna að þau séu að falla, það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Wow hyggst sækja sér aukið fjármagn í milljarða skuldabréfaútboði og verð á hlutabréfum í Icelandair hefur hríðfallið í sumar. Á mánudag ákváð Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair að hætta og vildi með því axla ábyrgð á stöðu félagsins eins og sagði í tilkynningu. Peningastefnunefnd telur að verulega hægi á vexti ferðaþjónustunnar á næstu misserum en Már segir að hagkerfið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Bankakerfið sé sterkt og einnig staða ríkissjóðs. „Þannig að það er engin ástæða til þó að það geti orðið einhver aðlögun eða einhver fyrirtæki að fara og önnur að koma. Að það séu einhver stórkostleg áföll framundan. það er ekkert sem teiknar upp til þess,“ segir Már.
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira