Segir flugfélögin ekki of stór til að falla Höskuldur Kári Schram skrifar 29. ágúst 2018 18:45 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að íslensku flugfélögin séu ekki of stór til að falla og að þjóðarbúið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Hann telur þó mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum í umræðu um stöðu flugfélaganna. Staða íslensku flugfélaganna var sérstaklega rædd á fundi peningastefnunefndar í aðdragana vaxtaákvörðunar sem var kynnt í morgun. Seðlabankastjóri segir að bankinn fylgist vel með þróun mála en segir að nefndin leggi ekki sérstakt mat á þjóðhagslegt mikilvægi félaganna. „Peningastefnunefnd leggur ekki neitt mat á slíkt. Við fylgjumst aðallega með bönkunum sem kerfislæga mikilvægum fyrirtækjum. Mitt mat er það að þau séu ekki endilega of stór til þess að falla það er bara spurning hvernig verður tekið á því og hvað kemur í staðinn og annað því um líkt. Svo skulum við ekkert vera gera því skóna að þau séu að falla, það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Wow hyggst sækja sér aukið fjármagn í milljarða skuldabréfaútboði og verð á hlutabréfum í Icelandair hefur hríðfallið í sumar. Á mánudag ákváð Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair að hætta og vildi með því axla ábyrgð á stöðu félagsins eins og sagði í tilkynningu. Peningastefnunefnd telur að verulega hægi á vexti ferðaþjónustunnar á næstu misserum en Már segir að hagkerfið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Bankakerfið sé sterkt og einnig staða ríkissjóðs. „Þannig að það er engin ástæða til þó að það geti orðið einhver aðlögun eða einhver fyrirtæki að fara og önnur að koma. Að það séu einhver stórkostleg áföll framundan. það er ekkert sem teiknar upp til þess,“ segir Már. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að íslensku flugfélögin séu ekki of stór til að falla og að þjóðarbúið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Hann telur þó mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum í umræðu um stöðu flugfélaganna. Staða íslensku flugfélaganna var sérstaklega rædd á fundi peningastefnunefndar í aðdragana vaxtaákvörðunar sem var kynnt í morgun. Seðlabankastjóri segir að bankinn fylgist vel með þróun mála en segir að nefndin leggi ekki sérstakt mat á þjóðhagslegt mikilvægi félaganna. „Peningastefnunefnd leggur ekki neitt mat á slíkt. Við fylgjumst aðallega með bönkunum sem kerfislæga mikilvægum fyrirtækjum. Mitt mat er það að þau séu ekki endilega of stór til þess að falla það er bara spurning hvernig verður tekið á því og hvað kemur í staðinn og annað því um líkt. Svo skulum við ekkert vera gera því skóna að þau séu að falla, það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Wow hyggst sækja sér aukið fjármagn í milljarða skuldabréfaútboði og verð á hlutabréfum í Icelandair hefur hríðfallið í sumar. Á mánudag ákváð Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair að hætta og vildi með því axla ábyrgð á stöðu félagsins eins og sagði í tilkynningu. Peningastefnunefnd telur að verulega hægi á vexti ferðaþjónustunnar á næstu misserum en Már segir að hagkerfið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Bankakerfið sé sterkt og einnig staða ríkissjóðs. „Þannig að það er engin ástæða til þó að það geti orðið einhver aðlögun eða einhver fyrirtæki að fara og önnur að koma. Að það séu einhver stórkostleg áföll framundan. það er ekkert sem teiknar upp til þess,“ segir Már.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels