Fótbolti

Modric vill fara til Inter

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er Modric að fara sömu leið og Ronaldo, til Ítalíu?
Er Modric að fara sömu leið og Ronaldo, til Ítalíu? vísir/getty

Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, hefur mikinn áhuga á að fara til Inter Milan og reynir að koma sér burt frá Spáni.

Sky fréttastofan á Ítalíu greinir frá þessu en Modric hefur í tvígang rætt við Florentino Perez, forseta Real Madrid, um að komast burt frá Spáni.

Inter Milan hefur mikinn áhuga á Modric, eðlilega enda einn besti miðjumaður heims í dag, en hann er þó við æfingar með Real sem spilar gegn Atletico í Ofurbikarnum á miðvikudag.

Inter spilar gegn Atletico Madrid í International Champions Cup á laugardag og vilja forráðamenn hitta Modric og umboðsmann hans en forráðamenn Real eru ekki á sama máli.

Þó hafa forráðamenn nú þegar hafið vinnu fari Modric frá félaginu. Í dag var greint frá því að Real hefði áhuga á Thiago Alcantara en Chistian Eriksen hefur einnig verið nefndur til sögunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.