Fótbolti

Sigur hjá Heimi og lærisveinum í toppslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir er á toppnum í Færeyjum og í bikarúrslitum.
Heimir er á toppnum í Færeyjum og í bikarúrslitum. vísir/vilhelm

Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í HB unnu góðan 1-0 sigur á KÍ í toppslag í færeysku úrvalsdeildinni. 2000 áhorfendur voru á toppslagnum.

Fyrir leikinn voru liðin tvö efstu lið deildarinnar en lærisveinar Heimis skoruðu eina mark leiksins. Markið skoraði Ari Mohr Olsen á 56. mínútu.

Grétar Snær Gunnarsson spilaði allan leikinn hjá HB en Brynjar Hlöðversson var tekinn af velli í uppbótartíma.

HB er nú með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar en KÍ er í öðru sætinu. HB hefur unnið fimmtán af átján leikjum sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.