Innlent

Deilur um bílastæði koma til kasta Landsréttar

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Deilt er um nýtingu bílastæða við Norðurturninn.
Deilt er um nýtingu bílastæða við Norðurturninn.

Félagið Norðurturninn, eigandi samnefndrar turnbyggingar við Smáralind, hefur áfrýjað til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjaness sem sýknaði í síðasta mánuði Eignarhaldsfélagið Smáralind, sem er í eigu Regins, og Kópavogsbæ af kröfum Norðurturnsins.

Norðurturninn krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að kvaðir hvíldu á lóðunum Hagasmára 1 og Hagasmára 3, við Norðurturninn og Smáralind, um samnýtingu bílastæða og fráveitulagna og jafnframt um gagnkvæman umferðarrétt. Krafðist Norðurturninn viðurkenningar á því að sú kvöð veitti félaginu, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til þess að nýta bílastæði á lóðinni við Hagasmára 1.

Auk þess krafðist Norðurturninn þess að deiliskipulag Smárans vestan Reykjanesbrautar yrði fellt úr gildi, en héraðsdómur vísaði þeirri kröfu frá dómi.

Reginn hefur sagt að niðurstaða dómsmálsins muni hafa óverulega fjárhagslega þýðingu fyrir félagið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.