Fótbolti

Rúnar Alex byrjaði á sigri í Frakklandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu íslenska liðsins í Rússlandi
Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu íslenska liðsins í Rússlandi vísir/vilhelm
Rúnar Alex Rúnarsson náði ekki að halda marki sínu hreinu í frumraun sinni í frönsku úrvalsdeildinni. Dijon sótti sigur gegn Montpellier á útivelli með sigurmarki í uppbótartíma.

Rúnar Alex kom til Dijon frá Nordsjælland í Danmörku í sumar og hann var á milli stanganna í fyrsta leik liðsins í frönsku deildinni.

Það tók aðeins fimm mínutur fyrir heimamenn í Montpellier að skora gegn íslenska landsliðsmarkverðinum. Markið gerði Pedro Mendes eftir aukaspyrnu.

Julio Tavares jafnaði leikinn fyrir Dijon snemma í seinni hálfleik og allt leit út fyrir að liðin deildu með sér stigunum þar til Senou Coulibaly setti sigurmarkið á fyrstu mínútu uppbótartímans.

Dijon hefði getað verið búið að tryggja sér sigurinn því gestirnir fengu vítaspyrnu á 81. mínútu en Benjamin Lecomte varði frá Wesley Said.

Lokatölur urðu 1-2 og Rúnar Alex og félagar byrjuðu mótið á sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×