Lífið

Kanye segist vilja sofa hjá systrum Kim

Bergþór Másson skrifar
Khloe, Kim, Kylie, Kendall, Kourtney og Kris.
Khloe, Kim, Kylie, Kendall, Kourtney og Kris. Kylie Jenner / Instagram

Fjöllistamaðurinn Kanye West kom aðdáendum sínum á óvart með útgáfu nýs lag, XTCY, með plötusnúðnum og strigaskóasafnaranum DJ Clark Kent í gær. Textainnihald lagsins hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem Kanye segist vilja sofa hjá mágkonum sínum.

Óhætt er að segja að Kanye sé búinn að vera duglegur í sumar, en hann hefur gefið út tvær plötur sjálfur og útsett 3 aðrar fyrir listamennina Pusha T, Teyana Taylor og Nas.

Lagið opnar á þessum fleygu orðum:

„Ertu með sjúkar hugsanir? Ég er með meira af þeim, áttu mágkonu sem þú vilt sofa hjá? Ég á fjórar af þeim“

Hér á Kanye við systur eiginkonu sinnar, sem hafa allar gert garðinn frægan í raunveruleikaþáttunum Keeping Up With The Kardashians.

Titill lagsins, „XTCY,“ vísar í alsælu. Óvíst er hvort um eiturlyfið eða tilfinninguna sé að ræða en Kanye rappar í lok lags: „Ég hugsaði um þetta allt á alsælu.“

Hér að neðan er hægt að hlusta á umrætt lag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.