Myndbandið hefur vakið mikla athygli á internetinu fyrir frumlegar tæknibrellur og áhugavert myndmál.
Kylie Jenner heldur á lambi í lok myndbandsins, sem á öllum líkindum að tákna nýfætt barn hennar og Travis á einhvern hátt.
Tónlistarmennirnir Kid Cudi og James Blake koma fram á laginu og má sjá James Blake í myndbandinu sjálfu.
Myndbandinu er leikstýrt af Dave Meyers, sem hefur áður leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir stórstjörnur á borð við Kendrick Lamar, Katy Perry og Ariana Grande.
Sjón er sögu ríkari. Hér má sjá myndbandið við STOP TRYING TO BE GOD.