Telur það ekki virðingarleysi að nota íslenska þjóðsönginn í auglýsingaskyni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2018 19:30 Þingmaður Pírata hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust til breytingar á lögum um íslenska þjóðsönginn. Hann efast um að lögin standist ákvæði stjórnarskárinnar um tjáningarfrelsi.Helgi Hrafn Gunnarsson.Skjáskot/Stöð 2Í lögum um þjóðsöng Íslendinga kemur fram að hann megi ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Óheimilt er að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ákvæði laganna stangast á við tjáningarfrelsi stjórnarskrárinnar. „Ég fæ ekki séð hvernig lögin, eins og þau eru í dag, standist tjáningarfrelsisákvæði stjórnarakrárinnar. Núgildandi tjáningarfrelsisákvæði komu 12 árum eftir að þessi lög voru sett,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann hefur lokið við gerð frumvarpsins, en vinnan tók einungis eina kvöldstund. Frumvarpið á að auðvelda notkun þjóðsöngsins, hvort sem það er í auglýsingaskyni eða ekki. Lög um þjóðsöng ÍslendingaSkjáskot úr frétt„Ég er ekki á þeirri skoðun að það sé á nokkurn hátt virðingarleysi gagnvart þjóðsöngnum að nota hann í auglýsingaskyni eða flytja hann öðruvísi en í sinni upprunalegu mynd. Þvert á móti finnst mér það vera honum til tekna og sóma að vera notaður meira. Að vera notaður í nýjum listaverkum eða vera fluttur í frumlegri mynd. Ég skil ekki af hverju við ætlum að hóta fólki sektum eða fangelsisvist fyrir að gera það. Mér finnst það fráleitt,“ segir Helgi Hrafn. Þá segir hann það misskilning að hann sé að leggja til breytingar á þjóðsöngnum sjálfum „Þvert á móti, ég vil endilega auka frelsi fólks til að nota hann,“ segir Helgi Hrafn. Tengdar fréttir Katrín víkur sæti og felur Bjarna að skoða þjóðsöngsmálið Forsætisráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í tengslum við skoðun forsætisráðuneytisins á notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í auglýsingum stofnunarinnar. 10. ágúst 2018 14:25 Helgi situr við skriftir til að fá lögum um þjóðsönginn breytt Þingmaðurinn telur lögin algjöra vitleysu og ekki standast ákvæði í stjórnarskránni um tjáningarfrelsi. 11. ágúst 2018 19:38 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þingmaður Pírata hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust til breytingar á lögum um íslenska þjóðsönginn. Hann efast um að lögin standist ákvæði stjórnarskárinnar um tjáningarfrelsi.Helgi Hrafn Gunnarsson.Skjáskot/Stöð 2Í lögum um þjóðsöng Íslendinga kemur fram að hann megi ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Óheimilt er að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ákvæði laganna stangast á við tjáningarfrelsi stjórnarskrárinnar. „Ég fæ ekki séð hvernig lögin, eins og þau eru í dag, standist tjáningarfrelsisákvæði stjórnarakrárinnar. Núgildandi tjáningarfrelsisákvæði komu 12 árum eftir að þessi lög voru sett,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann hefur lokið við gerð frumvarpsins, en vinnan tók einungis eina kvöldstund. Frumvarpið á að auðvelda notkun þjóðsöngsins, hvort sem það er í auglýsingaskyni eða ekki. Lög um þjóðsöng ÍslendingaSkjáskot úr frétt„Ég er ekki á þeirri skoðun að það sé á nokkurn hátt virðingarleysi gagnvart þjóðsöngnum að nota hann í auglýsingaskyni eða flytja hann öðruvísi en í sinni upprunalegu mynd. Þvert á móti finnst mér það vera honum til tekna og sóma að vera notaður meira. Að vera notaður í nýjum listaverkum eða vera fluttur í frumlegri mynd. Ég skil ekki af hverju við ætlum að hóta fólki sektum eða fangelsisvist fyrir að gera það. Mér finnst það fráleitt,“ segir Helgi Hrafn. Þá segir hann það misskilning að hann sé að leggja til breytingar á þjóðsöngnum sjálfum „Þvert á móti, ég vil endilega auka frelsi fólks til að nota hann,“ segir Helgi Hrafn.
Tengdar fréttir Katrín víkur sæti og felur Bjarna að skoða þjóðsöngsmálið Forsætisráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í tengslum við skoðun forsætisráðuneytisins á notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í auglýsingum stofnunarinnar. 10. ágúst 2018 14:25 Helgi situr við skriftir til að fá lögum um þjóðsönginn breytt Þingmaðurinn telur lögin algjöra vitleysu og ekki standast ákvæði í stjórnarskránni um tjáningarfrelsi. 11. ágúst 2018 19:38 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Katrín víkur sæti og felur Bjarna að skoða þjóðsöngsmálið Forsætisráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í tengslum við skoðun forsætisráðuneytisins á notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í auglýsingum stofnunarinnar. 10. ágúst 2018 14:25
Helgi situr við skriftir til að fá lögum um þjóðsönginn breytt Þingmaðurinn telur lögin algjöra vitleysu og ekki standast ákvæði í stjórnarskránni um tjáningarfrelsi. 11. ágúst 2018 19:38