Strætó harmar framúraksturinn: Setjast niður með bílstjóra strætisvagnsins í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 11:30 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, fékk myndbandið sent seint í gærkvöldi. Mynd/Samsett Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. Myndband af atvikinu var birt á Vísi í dag en ljóst er að litlu mátti muna að illa færi. Í myndbandinu sést bílstjóri strætisvagns á leið 51 til Reykjavíkur taka fram úr nokkrum bílum í brekku um Þrengslin. Framúrakstur er bannaður á vegkaflanum.Þvert á gildi um ábyrgan akstur Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið ábendingu um myndbandið seint í gærkvöldi. „Þannig að það fyrsta sem ég gerði í morgun var að koma mér í samband við verktaka sem ekur leið 51 á Suðurlandi. Hann horfði á þetta og það voru sömu viðbrögð hjá honum og okkur, manni er brugðið þegar maður sér þetta,“ segir Guðmundur „Þetta er ekki aðeins brot á umferðarlögum heldur gengur líka þvert á öll gildi sem við setjum okkar vagnstjórum um ábyrgan akstur.“Strætisvagninn smeygði sér með naumindum á milli bíls Vigfúsar Markússonar, sem tók myndbandið upp á bílamyndavél, og bíls sem kom á móti honum úr gagnstæðri átt.Mynd/SkjáskotTaka strax á málinu Guðmundur segir að strax verði tekið á málinu en rætt verður við bílstjóra vagnsins í dag. Gert er ráð fyrir að hann hljóti áminningu vegna framúrakstursins. „Við hörmum þetta atvik en sem betur fer fór ekki verr í þessu tilviki. Verktakinn mun setjast niður með bílstjóranum í dag og við förum yfir þetta mál, það er tekið á þessu strax.“ Aðspurður segir Guðmundur það ekki algengt að Strætó berist myndskeið af þessu tagi vegna aksturs vagnanna á landsbyggðinni. „En við höfum alveg fengið ábendingar um aksturslag. Þær eru alltaf skráðar og þeim komið áfram.“ Eins og áður hefur komið fram var umferð beint um Þrengsli á föstudag vegna framkvæmda við malbikun á Hellisheiði. Þannig var ekki um hefðbundna leið 51 að ræða í umrætt skipti. Þá verður strætisvögnum áfram ekið um Þrengsli í dag vegna lokana á Suðurlandsvegi og Hellisheiði. Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. Myndband af atvikinu var birt á Vísi í dag en ljóst er að litlu mátti muna að illa færi. Í myndbandinu sést bílstjóri strætisvagns á leið 51 til Reykjavíkur taka fram úr nokkrum bílum í brekku um Þrengslin. Framúrakstur er bannaður á vegkaflanum.Þvert á gildi um ábyrgan akstur Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið ábendingu um myndbandið seint í gærkvöldi. „Þannig að það fyrsta sem ég gerði í morgun var að koma mér í samband við verktaka sem ekur leið 51 á Suðurlandi. Hann horfði á þetta og það voru sömu viðbrögð hjá honum og okkur, manni er brugðið þegar maður sér þetta,“ segir Guðmundur „Þetta er ekki aðeins brot á umferðarlögum heldur gengur líka þvert á öll gildi sem við setjum okkar vagnstjórum um ábyrgan akstur.“Strætisvagninn smeygði sér með naumindum á milli bíls Vigfúsar Markússonar, sem tók myndbandið upp á bílamyndavél, og bíls sem kom á móti honum úr gagnstæðri átt.Mynd/SkjáskotTaka strax á málinu Guðmundur segir að strax verði tekið á málinu en rætt verður við bílstjóra vagnsins í dag. Gert er ráð fyrir að hann hljóti áminningu vegna framúrakstursins. „Við hörmum þetta atvik en sem betur fer fór ekki verr í þessu tilviki. Verktakinn mun setjast niður með bílstjóranum í dag og við förum yfir þetta mál, það er tekið á þessu strax.“ Aðspurður segir Guðmundur það ekki algengt að Strætó berist myndskeið af þessu tagi vegna aksturs vagnanna á landsbyggðinni. „En við höfum alveg fengið ábendingar um aksturslag. Þær eru alltaf skráðar og þeim komið áfram.“ Eins og áður hefur komið fram var umferð beint um Þrengsli á föstudag vegna framkvæmda við malbikun á Hellisheiði. Þannig var ekki um hefðbundna leið 51 að ræða í umrætt skipti. Þá verður strætisvögnum áfram ekið um Þrengsli í dag vegna lokana á Suðurlandsvegi og Hellisheiði.
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37