Rikki G hleypur tíu kílómetra í kleinuhringjabúningi og landsliðsmenn dæla peningum í málefnið Stefán Árni Pálsson skrifar 14. ágúst 2018 10:30 Aron Pálmarsson og Aron Einar hafa gefið 250.000 krónur í söfnun Rikka. Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrárstjóri FM957 og íþróttalýsari hjá Stöð 2 Sport, ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og mun hann hlaupa klæddur í kleinuhringjabúning. Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, byrjaði á sínum tíma að kalla Rikka G kleinuhringinn og hefur stundum gengið svo langt að kalla hann kleinuhringjadraslið. Gælunafnið hefur náð ágætis fótfestu og er til að mynda komin sjeik á veitingastaðnum Shake & Pizza sem ber einfaldlega nafnið Kleinuhringurinn, en þar má sjá mynd af Rikka sjálfum. Til að byrja með ætlaði Ríkharð að taka skemmtiskokkið og hlaupa þrjá kílómetra í búningnum, en þá fóru margir að skora á hann að taka tíu kílómetra. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lofaði til að mynda 150.000 krónum til stuðnings Rikka ef hann færi tíu kílómetra og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur lofað 100.000 krónum. Rikki ætlar að hlaupa fyrir Ljónshjarta sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra. Hann setti sér það markmið að safna 500.000 krónum og þá myndi hann hlaupa í kleinuhringjabúningi.En er Ríkharð stressaður fyrir verkefninu?„Stressaður og ekki stressaður. Þessa vegalengd hef ég ekki hlaupið í háa herrans tíð. Skrokkurinn er ekki upp á sitt besta svo það er spennu- og kvíðahnútur í maganum að hlaupa þessa vegalengd í þessum kleinuhring,“ segir Rikki G sem hefur undanfarin ár einbeitt sér mest að golfinu og þykir hann mjög góður á því sviði. „Helsta ástæðan að ég tók þessa ákvörðun um að lengja hlaupið eru vinir mínir og þjálfarinn minn Auðunn Blöndal sem hafa lesið yfir mér fyrir að hafa ætlað að hlaupa svona stutt. Svo stækkaði þessi snjóbolti þegar besti handboltamaður Íslands og landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, þeir Aron Pálmarsson og Aron Einar Gunnarsson settu extra pressu á mig. Þeir ætluðu að styrkja mig og þetta málefni ef ég myndi hunskast 10 kílómetra. Þá var í raun ekki aftur snúið og er sú vegalengd hér með staðfest.“ Rikki er mjög þakklátur atvinnumönnunum tveimur. „Ég þakka þeim kærlega fyrir að hafa trú á því að ég rúlli upp 10 kílómetrum og þeirra framlag í þessa söfnun. Einnig þakka ég Table vinum mínum sérstaklega fyrir að koma mér af stað og þeirra framlag í söfnunina. Hins vegar skipta upphæðir litlu máli. Þetta telur allt og er ég öllu því góða fólki mjög þakklátur fyrir stuðninginn og ætla mér að ná þessu á góðum tíma,“ segir Rikki að lokum en hann er partur af Facebook-vinahópi sem kallar sig The Table og kom hugmyndin upphaflega frá þeim. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrárstjóri FM957 og íþróttalýsari hjá Stöð 2 Sport, ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og mun hann hlaupa klæddur í kleinuhringjabúning. Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, byrjaði á sínum tíma að kalla Rikka G kleinuhringinn og hefur stundum gengið svo langt að kalla hann kleinuhringjadraslið. Gælunafnið hefur náð ágætis fótfestu og er til að mynda komin sjeik á veitingastaðnum Shake & Pizza sem ber einfaldlega nafnið Kleinuhringurinn, en þar má sjá mynd af Rikka sjálfum. Til að byrja með ætlaði Ríkharð að taka skemmtiskokkið og hlaupa þrjá kílómetra í búningnum, en þá fóru margir að skora á hann að taka tíu kílómetra. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lofaði til að mynda 150.000 krónum til stuðnings Rikka ef hann færi tíu kílómetra og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur lofað 100.000 krónum. Rikki ætlar að hlaupa fyrir Ljónshjarta sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra. Hann setti sér það markmið að safna 500.000 krónum og þá myndi hann hlaupa í kleinuhringjabúningi.En er Ríkharð stressaður fyrir verkefninu?„Stressaður og ekki stressaður. Þessa vegalengd hef ég ekki hlaupið í háa herrans tíð. Skrokkurinn er ekki upp á sitt besta svo það er spennu- og kvíðahnútur í maganum að hlaupa þessa vegalengd í þessum kleinuhring,“ segir Rikki G sem hefur undanfarin ár einbeitt sér mest að golfinu og þykir hann mjög góður á því sviði. „Helsta ástæðan að ég tók þessa ákvörðun um að lengja hlaupið eru vinir mínir og þjálfarinn minn Auðunn Blöndal sem hafa lesið yfir mér fyrir að hafa ætlað að hlaupa svona stutt. Svo stækkaði þessi snjóbolti þegar besti handboltamaður Íslands og landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, þeir Aron Pálmarsson og Aron Einar Gunnarsson settu extra pressu á mig. Þeir ætluðu að styrkja mig og þetta málefni ef ég myndi hunskast 10 kílómetra. Þá var í raun ekki aftur snúið og er sú vegalengd hér með staðfest.“ Rikki er mjög þakklátur atvinnumönnunum tveimur. „Ég þakka þeim kærlega fyrir að hafa trú á því að ég rúlli upp 10 kílómetrum og þeirra framlag í þessa söfnun. Einnig þakka ég Table vinum mínum sérstaklega fyrir að koma mér af stað og þeirra framlag í söfnunina. Hins vegar skipta upphæðir litlu máli. Þetta telur allt og er ég öllu því góða fólki mjög þakklátur fyrir stuðninginn og ætla mér að ná þessu á góðum tíma,“ segir Rikki að lokum en hann er partur af Facebook-vinahópi sem kallar sig The Table og kom hugmyndin upphaflega frá þeim.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira