Fótbolti

Sjáðu magnað mark hjá Andrés Iniesta í Japan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrés Iniesta fagnar marki sínu.
Andrés Iniesta fagnar marki sínu. Vísir/Getty

Spænski knattspyrnusnillingurinn Andrés Iniesta hefur engu gleymt á fótboltavellinum og það sýndi hann heldur betur í dag með nýja liði sínu í Japan.

Andrés Iniesta skoraði þá heimsklassamark í 1-1 jafntefli Vissel Kobe á móti liði Sanf. Hiroshima.

Iniesta tryggði Vissel Kobe jafnteflið með frábæru skoti eftir að hafa fengið boltann frá Þjóðverjanum Lukas Podolski.

Markið má sjá hér fyrir neðan.Andrés Iniesta var að skora í öðrum leiknum í röð en hann skoraði einnig í 2-1 sigri á Júbilo Iwata fyrir fjórum dögum. Lukas Podolski átti líka stoðsendinguna á hann þá.

Andrés Iniesta hætti með Barcelona síðasta vor og með spænska landsliðinu eftir HM í Rússlandi í sumar. Hann ætlar að klára ferilinn sinn í Japan og það er vona á góðu á þessu tímabili ef marka má þessa byrjun hans með Vissel Kobe.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.