Innlent

Reykjavík Street Food heldur áfram

Bergþór Másson skrifar
Jömm, einn af stöðunum á matarmarkaðinum í Skeifunni.
Jömm, einn af stöðunum á matarmarkaðinum í Skeifunni. Róbert Aron Magnússon
Reykjavík Street Food framlengir dvöl sína í Skeifunni þangað til í september. Matarmarkaðurinn verður opinn alla fimmtudaga til sunnudaga fram að 2. september.

Matarmarkaður Reykjavík Streetfood var opnaður í Skeifunni í samvinnu við Reykjavíkurborg og Reiti Fasteignafélag þann 1. júní. Upprunalega stóð til að markaðurinn mynda loka þann 29. júlí en vegna eftirspurnar var ákveðið að framlengja dvöl fram í byrjun septembermánuðar.

Veitingastaðirnir Jömm, sem býður upp á vegan borgara, og CHIKIN, sem býður upp á kóreska kjúklingavængi og „dirty fries,“ verða á staðnum næstu helgar. Indican, sem býður upp á indverskan mat með mexíkósku ívafi, mun einnig koma reglulega í heimsókn.

Einnig verður „mini bar“ á svæðinu fyrir þá gesti sem „vilja fá sér einn svellkaldan með alvöru street food“ segir Róbert Aron Magnússon, framkvæmdastjóri Reykjavík Street Food, í samtali við Vísi.

Í húsnæðisleit

Róbert segir að þrátt fyrir slæma veðráttu í sumar hafi þetta gengið mjög vel og að aðstandendur markaðarins séu byrjaðir að huga að áframhaldi Reykjavík Street Food í haust.

„Við erum strax komnir í það að finna húsnæði fyrir þetta og tekið þetta concept alla leið. Við erum að búa til fyrsta alvöru street food markaðinn og viljum halda í það.“


Tengdar fréttir

Markmiðið að kynna alvöru street food

Box verður götumarkaður þar sem hægt verður að kaupa sér spennandi götumat, tísku og horfa á HM í knattspyrnu – allt saman í Skeifunni. Herlegheitin munu verða opin frá 1. júní til 29. júlí í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×