Innlent

Miðflokkurinn tapaði tæpum 16 milljónum 

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Fréttablaðið/Ernir

Miðflokkurinn skilaði 15,9 milljóna króna tapi á síðasta ári samkvæmt nýbirtum útdrætti Ríkisendurskoðunar úr ársreikningi flokksins. Flokkurinn fékk tæpar sjö milljónir króna í framlög frá lögaðilum í fyrra, þrjár milljónir fékk flokkurinn í ríkisframlög og tæpar tvær milljónir frá einstaklingum. Alls rúmar 11,8 milljónir. Rekstrargjöld flokksins námu hins vegar ríflega 27,5 milljónum.

Átta fyrirtæki og félög styrktu Miðflokkinn um 400 þúsund króna hámarkið á síðasta ári. Þar á meðal útgerðarfélögin Brim hf., HB Grandi hf. og Þorbjörn hf. Kvika banki lagði Miðflokknum einnig til 400 þúsund krónur, sem og Síminn hf. og félagið Tandraberg ehf. sem er í eigu Einars Birgis Kristjánssonar, yfirlýsts stuðningsmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns og stofnanda Miðflokksins.

Þá verður ekki sagt að fjölskyldan styðji ekki við bakið á Sigmundi Davíð, en Óshöfði slf., félag í eigu bróður hans, Sigurbjörns Magnúsar, styrkti flokkinn einnig um leyfilega hámarksfjárhæð líkt og Hafblik ehf. sem er í eigu Gunnlaugs M. Sigmundssonar, föður Sigmundar Davíðs. Alls styrktu 33 lögaðilar flokkinn um upphæðir frá 50 til 400 þúsund kr.“ 

Fréttin hefur verið leiðrétt varðandi styrki lögaðila til flokksins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.