Mæla ekki með friðlýsingu sundhallar Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Ysta byrði hússins er í slæmu ástandi en um timburklæðningu er að ræða að stærstu leyti. Undir henni leynist þó upprunalega húsið frá 1944. „Ég er ósátt við þessa niðurstöðu og finnst hún í raun óskiljanleg. Þarna er verið að átelja sveitarfélagið fyrir að hafa ekki staðið sig við að vernda menningarminjar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Minjastofnun ákvað á fundi á þriðjudag að eiga ekki frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sundhallar Keflavíkur við mennta- og menningarmálaráðherra. Var það gert í ljósi málsatvika og að teknu tilliti til faglegrar niðurstöðu húsafriðunarnefndar á varðveislugildi hússins. Húsafriðunarnefnd segist í bókun sammála niðurstöðu Hjörleifs Stefánssonar arkitekts um að sundhöllin hafi hátt menningarsögulegt gildi. Þá er lýst yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Reykjanesbæjar í málinu. Fyrir liggi að hvorki sé vilji né áhugi af hálfu sveitarfélagsins og eiganda að stuðla að varðveislu hússins. Ennfremur segir í bókuninni að nefndin telji sveitarfélög bera skyldur gagnvart varðveislu menningararfs í nærumhverfi sínu. Engu að síður telur nefndin heildarniðurstöðu varðveislumats ekki nægja til að hún geti mælt með friðlýsingu sundhallarinnar. Minjastofnun telur eindregna afstöðu sveitarfélagsins og eiganda hússins valda því að enginn flötur virðist vera á lausn sem almenn sátt gæti náðst um.Ragnheiður Elín Árnadóttir fer fyrir Keflvíkingum sem vilja varðveita gömlu Sundhöllina.vísir/GVARagnheiður Elín segir að Hollvinasamtökin hafi ekki gefið upp alla von um varðveislu sundhallarinnar. „Við höfum óskað eftir fundi með Minjastofnun og verður hann haldinn í næstu viku. Við viljum fá skýringar á þessu og finnst að kafa þurfi betur ofan í þetta.“ Ragnheiður Elín veltir fyrir sér stöðu nýrrar bæjarstjórnar. „Vill hún fá sama dóminn um að skeyta engu um menningarminjar og sögufrægar byggingar?“ spyr hún. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að málinu sé lokið með þessari ákvörðun Minjastofnunar. „Niðurstaðan liggur fyrir og við erum fegin að þessu sé lokið,“ segir Kjartan. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í mars síðastliðnum deiliskipulag þar sem niðurrif sundhallarinnar var heimilað. Samkvæmt skipulaginu má reisa fimm hæða hús á lóðinni. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég er ósátt við þessa niðurstöðu og finnst hún í raun óskiljanleg. Þarna er verið að átelja sveitarfélagið fyrir að hafa ekki staðið sig við að vernda menningarminjar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Minjastofnun ákvað á fundi á þriðjudag að eiga ekki frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sundhallar Keflavíkur við mennta- og menningarmálaráðherra. Var það gert í ljósi málsatvika og að teknu tilliti til faglegrar niðurstöðu húsafriðunarnefndar á varðveislugildi hússins. Húsafriðunarnefnd segist í bókun sammála niðurstöðu Hjörleifs Stefánssonar arkitekts um að sundhöllin hafi hátt menningarsögulegt gildi. Þá er lýst yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Reykjanesbæjar í málinu. Fyrir liggi að hvorki sé vilji né áhugi af hálfu sveitarfélagsins og eiganda að stuðla að varðveislu hússins. Ennfremur segir í bókuninni að nefndin telji sveitarfélög bera skyldur gagnvart varðveislu menningararfs í nærumhverfi sínu. Engu að síður telur nefndin heildarniðurstöðu varðveislumats ekki nægja til að hún geti mælt með friðlýsingu sundhallarinnar. Minjastofnun telur eindregna afstöðu sveitarfélagsins og eiganda hússins valda því að enginn flötur virðist vera á lausn sem almenn sátt gæti náðst um.Ragnheiður Elín Árnadóttir fer fyrir Keflvíkingum sem vilja varðveita gömlu Sundhöllina.vísir/GVARagnheiður Elín segir að Hollvinasamtökin hafi ekki gefið upp alla von um varðveislu sundhallarinnar. „Við höfum óskað eftir fundi með Minjastofnun og verður hann haldinn í næstu viku. Við viljum fá skýringar á þessu og finnst að kafa þurfi betur ofan í þetta.“ Ragnheiður Elín veltir fyrir sér stöðu nýrrar bæjarstjórnar. „Vill hún fá sama dóminn um að skeyta engu um menningarminjar og sögufrægar byggingar?“ spyr hún. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að málinu sé lokið með þessari ákvörðun Minjastofnunar. „Niðurstaðan liggur fyrir og við erum fegin að þessu sé lokið,“ segir Kjartan. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í mars síðastliðnum deiliskipulag þar sem niðurrif sundhallarinnar var heimilað. Samkvæmt skipulaginu má reisa fimm hæða hús á lóðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira