Innlent

Ölfusárbrú opin á ný

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá framkvæmdum á brúnni í vikunni.
Frá framkvæmdum á brúnni í vikunni. Vísir/Eyþór

Opnað hefur verið fyrir umferð um Ölfusárbrú að nýju, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Brúnni var lokað á mánudag vegna framkvæmda.

Fyrst var gert ráð fyrir að loka þyrfti fyrir umferð um brúna yfir Ölfusá í heila viku eða fram á mánudaginn 20. ágúst. Síðar var tilkynnt um að brúin yrði opnuð í dag, föstudag.

Ölfusárbrú var orðin afar slitin og hjólför í henni orðin 40-50 millímetra djúp. Var því ráðist í framkvæmdir á brúnni.


Tengdar fréttir

Lokun yfir Ölfusá flýtt

Lokun Ölfusárbrúar í dag verður flýtt og verður henni nú lokað klukkan 16.00 í stað 20.00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.