Innlent

Ölfusárbrú opin á ný

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá framkvæmdum á brúnni í vikunni.
Frá framkvæmdum á brúnni í vikunni. Vísir/Eyþór
Opnað hefur verið fyrir umferð um Ölfusárbrú að nýju, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Brúnni var lokað á mánudag vegna framkvæmda.Fyrst var gert ráð fyrir að loka þyrfti fyrir umferð um brúna yfir Ölfusá í heila viku eða fram á mánudaginn 20. ágúst. Síðar var tilkynnt um að brúin yrði opnuð í dag, föstudag.Ölfusárbrú var orðin afar slitin og hjólför í henni orðin 40-50 millímetra djúp. Var því ráðist í framkvæmdir á brúnni.


Tengdar fréttir

Lokun yfir Ölfusá flýtt

Lokun Ölfusárbrúar í dag verður flýtt og verður henni nú lokað klukkan 16.00 í stað 20.00.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.