Lífið

Bein útsending: Garðpartý Bylgjunnar á Menningarnótt

Frá garðpartýinu í fyrra þegar sólin skein á tónleikagesti.
Frá garðpartýinu í fyrra þegar sólin skein á tónleikagesti. Vísri/Andri Marinó Karlsson

Árlegt garðpartý Bylgjunnar fyrir alla fjölskylduna fer fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Veislan hefst klukkan 18, stendur til 22:45 og eru að sjálfsögðu allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis og sömuleiðis veitingarnar.

Gestir geta notið grillmatar, heitrar súpu, kaldra drykkja og auðvitað tónlistarveislu á tveimur samliggjandi sviðum frá HljóðX í tæpar fimm klukkustundir.

Hljómskálagarðurinn með sinni stóru grasflöt býður upp á eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Þar eru leiktæki fyrir börnin og allir fá gott að borða á meðan birgðir endast.

Dagskráin er eftirfarandi
kl. 18:15 Karma Brigade
kl. 18:50 Raven
kl. 19:25 Stjórnin
kl. 20:10 Bubbi Morthens og DIMMA
kl. 20:50 Helgi Björnsson
kl. 21:35 Amabadama
kl. 22:15 Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar)

Að tónleikunum loknum hafa tónleikagestir nægan tíma til að rölta í áttina að Kvosinni til að missa ekki af flugeldasýningunni.

Beina útsendingu frá tónleiknum má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.