Sérstakar strætóskutlur starfræktar Bergþór Másson skrifar 17. ágúst 2018 17:50 Frítt í strætó á morgun á Menningarnótt. Strætó bs. Menningarnótt verður haldin í 23. skipti á morgun og verður miðbænum lokað fyrir almenna umferð og breytt í risastóra göngugötu. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu allan daginn og er fólk hvatt til þess að ganga, hjóla eða nýta sér almenningssamgöngur niður í bæ á þessum degi. Strætó hvetur fólk til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér fríar „strætóskutlur“ í miðbæinn. „Strætóskutlurnar“ eru venjulegir strætisvagnar sem aka án sérstakrar tímatöflu frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Strætóskutlurnar munu aka frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega. Almennu leiðakerfi Strætó má hins vegar skipti í þrjá fasa yfir morgundaginn.1.Fasi - Hefðbundin laugardagsáætlun til 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Aukavagnar verða notaðir yfir daginn til þess aðstoða þær leiðir sem kunna að verða fyrir álagi. Stór hluti miðbæjarins verður lokaður fyrir bílaumferð og margar leiðir sem aka um miðbæinn þurfa að fara hjáleiðir um Snorrabraut, Hringbraut og Gömlu Hringbraut. Sérstaklega má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkur Maraþons. Strætó hvetur farþega til þess að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Strætó og nýta sér appið til þess að sjá staðsetningu vagnanna í rauntíma.2.Fasi - Sérstöku „tæmingarkerfi“ komið á milli kl. 23:00-01:00 Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku „tæmingarkerfi“ verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.3.Fasi - Næturakstur tekur við kl. 01:00 Hefðbundinn næturakstur Strætó mun taka við klukkan 01:00 að lokinni tæmingu miðbæjarins. Áætluð enduropnun miðbæjarins fyrir umferð er milli klukkan 01:00 og 02:00 og því munu fyrstu ferðir á hverri næturleið einungis aka frá Hlemmi. Það verður ekki frítt í næturvagnana en stakt fargjald með þeim er 920 kr. Handhafar Strætókorta þurfa ekki að greiða aukalega fyrir far með næturvögnunum. Frekari upplýsingar um næturakstur Strætó má finna hér.Hér má sjá leiðir morgundagsins á gagnvirku korti. Menningarnótt Reykjavík Strætó Tengdar fréttir Opið hús á Bessastöðum Bessastaðir verða opnir almenningi á Menningarnótt. 15. ágúst 2018 16:23 Borgarstjóri lærði að ganga þökk sé lúðrasveitum Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar. 14. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira
Menningarnótt verður haldin í 23. skipti á morgun og verður miðbænum lokað fyrir almenna umferð og breytt í risastóra göngugötu. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu allan daginn og er fólk hvatt til þess að ganga, hjóla eða nýta sér almenningssamgöngur niður í bæ á þessum degi. Strætó hvetur fólk til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér fríar „strætóskutlur“ í miðbæinn. „Strætóskutlurnar“ eru venjulegir strætisvagnar sem aka án sérstakrar tímatöflu frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Strætóskutlurnar munu aka frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega. Almennu leiðakerfi Strætó má hins vegar skipti í þrjá fasa yfir morgundaginn.1.Fasi - Hefðbundin laugardagsáætlun til 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Aukavagnar verða notaðir yfir daginn til þess aðstoða þær leiðir sem kunna að verða fyrir álagi. Stór hluti miðbæjarins verður lokaður fyrir bílaumferð og margar leiðir sem aka um miðbæinn þurfa að fara hjáleiðir um Snorrabraut, Hringbraut og Gömlu Hringbraut. Sérstaklega má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkur Maraþons. Strætó hvetur farþega til þess að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Strætó og nýta sér appið til þess að sjá staðsetningu vagnanna í rauntíma.2.Fasi - Sérstöku „tæmingarkerfi“ komið á milli kl. 23:00-01:00 Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku „tæmingarkerfi“ verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.3.Fasi - Næturakstur tekur við kl. 01:00 Hefðbundinn næturakstur Strætó mun taka við klukkan 01:00 að lokinni tæmingu miðbæjarins. Áætluð enduropnun miðbæjarins fyrir umferð er milli klukkan 01:00 og 02:00 og því munu fyrstu ferðir á hverri næturleið einungis aka frá Hlemmi. Það verður ekki frítt í næturvagnana en stakt fargjald með þeim er 920 kr. Handhafar Strætókorta þurfa ekki að greiða aukalega fyrir far með næturvögnunum. Frekari upplýsingar um næturakstur Strætó má finna hér.Hér má sjá leiðir morgundagsins á gagnvirku korti.
Menningarnótt Reykjavík Strætó Tengdar fréttir Opið hús á Bessastöðum Bessastaðir verða opnir almenningi á Menningarnótt. 15. ágúst 2018 16:23 Borgarstjóri lærði að ganga þökk sé lúðrasveitum Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar. 14. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira
Borgarstjóri lærði að ganga þökk sé lúðrasveitum Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar. 14. ágúst 2018 15:03