Real Madrid byrjar spænsku deildina á 2-0 sigri á Getafe en þetta var fyrsti leikur Real í deildinni þetta tímabilið.
Fyrsta markið kom eftir tuttugu mínútur en þá skoraði Dani Caravajal. Hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf. 1-0 í hálfleik.
Síðara markið skoraði Gareth Bale á 51. mínútu en það er ljóst að það verður meiri ábyrgð á Bale eftir að Cristiano Ronaldo yfirgaf félagið.
Það voru ekki nema rúmlega 48 þúsund manns á Bernabeu í kvöld sem er yfirleitt þéttsetinn en hann tekur rúmlega 80 þúsund manns í sæti. Tómlegt í kvöld.
Real og Barcelona því bæði með þrjú stig eftir fyrstu umferðina.
Bale skoraði í sigri Real á hálftómum Bernabeu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

