Innlent

Bubbi segist heppinn að vera enn á lífi

Birgir Olgeirsson skrifar
Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens. Fréttablaðið/Stefán
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segist vera heppinn að vera á lífi. Þetta segir hann eftir að hafa verið lagður inn á spítala vegna kvilla í nefi en hann gat ekki komið fram á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum í gærkvöldi vegna veikinda.

Bubbi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði kvilla í nefi hafa herjað á sig undanfarið.

Hann hefur síðan þá tjáð sig lítillega um veikindin á Twitter.

Bubbi sagði til að mynda frá því fyrr í dag að hann væri búinn að drekka blóð í fjóra daga og mældi ekki með, og vísaði þar væntanlega til þessa kvilla í nefi sem hann hefur glímt við undanfarið.

Nú í kvöld sagðist hann í raun heppinn að vera á lífi.

Bubbi fær batakveðjur úr ýmsum áttum, meðal annars frá Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata, sem segir Bubba að þjóðin sé heppin að hann sé enn á lífi.

Hér fyrir neðan má sjá mynd sem Bubbi birti af sér á sjúkrahúsi.

 
#killingme #killinghardtimes

A post shared by Bubbi Morthens (@bubbimorthensofficial) on Aug 18, 2018 at 10:28am PDT




Fleiri fréttir

Sjá meira


×