Man Utd endaði Bandaríkjaferðina með sigri á Real Madrid Arnar Geir Halldórsson skrifar 1. ágúst 2018 07:30 Sanchez og Darmian áttu þátt í báðum mörkum Man Utd í nótt. vísir/getty Þrír æfingaleikir evrópskra stórliða fóru fram í Bandaríkjunum í nótt þar sem Man Utd mætti Real Madrid í Miami á meðan Tottenham og AC Milan áttust við í Minnesota. Síðasti leikur næturinnar var svo viðureign Barcelona og Roma í Texas. Man Utd 2-1 Real MadridBæði lið stilltu upp nokkuð sterkum byrjunarliðum þar sem David De Gea var til að mynda mættur í markið hjá Man Utd á meðan Real Madrid stillti upp öflugri sóknarlínu skipuðum þeim Gareth Bale, Karim Benzema og Vinicius Jr. Man Utd byrjaði leikinn af miklum krafti og komst yfir með marki Alexis Sanchez á 18.mínútu. Ander Herrera tvöfaldaði forystuna níu mínútum síðar en Karim Benzema minnkaði muninn fyrir Evrópumeistarana á lokamínútu fyrri hálfleiks. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lauk leiknum með sigri Man Utd. Þetta var síðasti leikur Man Utd í Bandaríkjunum en liðið vann fyrsta leikinn gegn AC Milan eftir vítaspyrnukeppni og steinlág svo 1-4 fyrir Liverpool. Real Madrid var hins vegar að leika sinn fyrsta leik í Bandaríkjunum og á eftir að spila gegn Juventus og Roma áður en þeir halda heim til Spánar.Tottenham 1-0 AC MilanTottenham var sömuleiðis að leika sinn síðasta leik í Bandaríkjaferðinni og vann 1-0 sigur á ítalska stórveldinu AC Milan. Eina mark leiksins var skorað í upphafi síðari hálfleiks og það gerði franski kantmaðurinn Georges N´Koudou. Bæði lið léku án sinna skærustu stjarna. AC Milan mætir Barcelona í síðasta leik sínum í Bandaríkjaferðinni en Tottenham kveður Bandaríkin eftir 4-1 sigur á Roma, tap gegn Barcelona í vítaspyrnukeppni og 1-0 sigur á AC Milan.Barcelona 2-4 RomaMesta fjörið var klárlega í síðasta leik næturinnar þar sem Barcelona og Roma mættust í áhugaverðum leik en þessi félög hafa átt í deilum undanfarna daga í kjölfar umdeildra kaupa Barcelona á Brasilíumanninnum Malcom.Börsungar hikuðu ekki við að stilla Malcom upp í byrjunarliðinu og lék hann fyrsta klukkutímann í leiknum. Að sjálfsögðu tókst honum að skora en hann kom Barcelona í 2-1 í upphafi síðari hálfleiks. Rómverjar svöruðu hins vegar með þremur mörkum og unnu að lokum 4-2 sigur. Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Þrír æfingaleikir evrópskra stórliða fóru fram í Bandaríkjunum í nótt þar sem Man Utd mætti Real Madrid í Miami á meðan Tottenham og AC Milan áttust við í Minnesota. Síðasti leikur næturinnar var svo viðureign Barcelona og Roma í Texas. Man Utd 2-1 Real MadridBæði lið stilltu upp nokkuð sterkum byrjunarliðum þar sem David De Gea var til að mynda mættur í markið hjá Man Utd á meðan Real Madrid stillti upp öflugri sóknarlínu skipuðum þeim Gareth Bale, Karim Benzema og Vinicius Jr. Man Utd byrjaði leikinn af miklum krafti og komst yfir með marki Alexis Sanchez á 18.mínútu. Ander Herrera tvöfaldaði forystuna níu mínútum síðar en Karim Benzema minnkaði muninn fyrir Evrópumeistarana á lokamínútu fyrri hálfleiks. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lauk leiknum með sigri Man Utd. Þetta var síðasti leikur Man Utd í Bandaríkjunum en liðið vann fyrsta leikinn gegn AC Milan eftir vítaspyrnukeppni og steinlág svo 1-4 fyrir Liverpool. Real Madrid var hins vegar að leika sinn fyrsta leik í Bandaríkjunum og á eftir að spila gegn Juventus og Roma áður en þeir halda heim til Spánar.Tottenham 1-0 AC MilanTottenham var sömuleiðis að leika sinn síðasta leik í Bandaríkjaferðinni og vann 1-0 sigur á ítalska stórveldinu AC Milan. Eina mark leiksins var skorað í upphafi síðari hálfleiks og það gerði franski kantmaðurinn Georges N´Koudou. Bæði lið léku án sinna skærustu stjarna. AC Milan mætir Barcelona í síðasta leik sínum í Bandaríkjaferðinni en Tottenham kveður Bandaríkin eftir 4-1 sigur á Roma, tap gegn Barcelona í vítaspyrnukeppni og 1-0 sigur á AC Milan.Barcelona 2-4 RomaMesta fjörið var klárlega í síðasta leik næturinnar þar sem Barcelona og Roma mættust í áhugaverðum leik en þessi félög hafa átt í deilum undanfarna daga í kjölfar umdeildra kaupa Barcelona á Brasilíumanninnum Malcom.Börsungar hikuðu ekki við að stilla Malcom upp í byrjunarliðinu og lék hann fyrsta klukkutímann í leiknum. Að sjálfsögðu tókst honum að skora en hann kom Barcelona í 2-1 í upphafi síðari hálfleiks. Rómverjar svöruðu hins vegar með þremur mörkum og unnu að lokum 4-2 sigur.
Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira