Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 19:00 Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness spáði frostavetri í kjaramálum um liðna helgi beitti ríkið sér ekki fyrir róttækum kerfisbreytingum eins og t.d. vaxtalækkun og minni skattbyrði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Seðlabankans að lækka vexti en undirbúningur að skattalækkun tekjulægstu hópanna sé hafinn. „Ýmsum hefur þótt vaxtalækkanir ganga hægt en þeir hafa þó verið að lækka,“ segir hún. „Það er vinna í gangi um endurskoðun á skattkerfinu en markmiðið er að lækka skatta hjá tekjulægri hópum.“ Hún segir að nú þegar hafi verið brugðist við ýmsum kröfum launþegahreyfingarinnar t.d. hafi Kjararáð verið lagt niður. „Þegar kemur að launahækkunum æðstu embættismanna og stjórnmálamanna er stærsta málið að laun þessara hópa eiga ekki að vera leiðandi heldur fylgja almennri launaþróun,“ segir hún. Katrín segir stjórnvöld ekki einn viðsemjenda í næstu kjarasamningum. „Þar eru stjórnvöld ekki einn viðsemjenda en við höfum lagt áherslu á það sem við getum gert. Það er í raun launþegahreyfingarinnar og atvinnurekenda að semja sín á milli.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur að stjórnvöld geti liðkað fyrir næstu kjarasamningum með því að lækka matvælaverð og breyta peningastefnunni þannig að vextir lækki. „Fjögurra manna fjölskylda gæti sparað um 150 þúsund kr. á mánuði ef húsnæðisvextir og matarkostnaður væru sambærilegir og á norðurlöndum,“ segir Þorsteinn. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta verði? „Það má alltaf vona að þetta verði en auðvitað hefur vilji stjórnvalda varðandi þetta verið afskaplega takmarkaður,“ segir hann. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness spáði frostavetri í kjaramálum um liðna helgi beitti ríkið sér ekki fyrir róttækum kerfisbreytingum eins og t.d. vaxtalækkun og minni skattbyrði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Seðlabankans að lækka vexti en undirbúningur að skattalækkun tekjulægstu hópanna sé hafinn. „Ýmsum hefur þótt vaxtalækkanir ganga hægt en þeir hafa þó verið að lækka,“ segir hún. „Það er vinna í gangi um endurskoðun á skattkerfinu en markmiðið er að lækka skatta hjá tekjulægri hópum.“ Hún segir að nú þegar hafi verið brugðist við ýmsum kröfum launþegahreyfingarinnar t.d. hafi Kjararáð verið lagt niður. „Þegar kemur að launahækkunum æðstu embættismanna og stjórnmálamanna er stærsta málið að laun þessara hópa eiga ekki að vera leiðandi heldur fylgja almennri launaþróun,“ segir hún. Katrín segir stjórnvöld ekki einn viðsemjenda í næstu kjarasamningum. „Þar eru stjórnvöld ekki einn viðsemjenda en við höfum lagt áherslu á það sem við getum gert. Það er í raun launþegahreyfingarinnar og atvinnurekenda að semja sín á milli.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur að stjórnvöld geti liðkað fyrir næstu kjarasamningum með því að lækka matvælaverð og breyta peningastefnunni þannig að vextir lækki. „Fjögurra manna fjölskylda gæti sparað um 150 þúsund kr. á mánuði ef húsnæðisvextir og matarkostnaður væru sambærilegir og á norðurlöndum,“ segir Þorsteinn. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta verði? „Það má alltaf vona að þetta verði en auðvitað hefur vilji stjórnvalda varðandi þetta verið afskaplega takmarkaður,“ segir hann.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira