Fótbolti

Viðar Örn og Böðvar áfram í Evrópudeildinni

Einar Sigurvinsson skrifar
Viðar í leik með Maccabi á dögunum.
Viðar í leik með Maccabi á dögunum. vísir/getty

Viðar Örn Kjartansson lék í 83 mínútur þegar lið hans Maccabi Tel Aviv komst áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Maccabi Tel Aviv var í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn serbneska liðinu Radnicki Nis, en Maccabi vann fyrri leikinn í Ísrael 2-0. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Serbíu í kvöld og vinnur Maccabi því viðureignina samanlagt 4-2.

Viðar Örn skoraði bæði mörk Maccabi í fyrri leiknum, en hann náði ekki að skora í leiknum í dag.

Maccabi Tel Aviv mætir armenska liðinu Pyunik í þriðju umferðinni.

Pólska liðið Jagiellonia Bialystok tryggði sér einnig farseðilinn í þriðju umferðina þegar liðið gerði 4-4 jafntefli við Rio Ave í Portúgal, en Jagiellonia vann fyrri leikinn 1-0 í Póllandi. Böðvar Böðvarsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Jagiellonia.

Í þriðju umferðinni mætir Jagiellonia Bialystok belgíska liðinu Gent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.