Fótbolti

PSG meistari meistaranna eftir stórsigur á Monaco

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Di Maria opnaði markareikninginn og lokaði honum
Di Maria opnaði markareikninginn og lokaði honum vísir/getty
Tvö stærstu lið franska fótboltans leiddu saman hesta sína í dag í leik um meistara meistaranna en hann fór fram á Shenzhen leikvangnum í Kína.

Bæði lið stilltu upp nokkuð sterkum byrjunarliðum þó allra skærustu stjörnurnar á borð við Kylian Mbappe og Falcao hafi verið fjarri góðu gamni.

Þá hóf Neymar leik á varamannabekknum en kom inná þegar fimmtán mínútur lifðu leiks við gríðarlega mikinn fögnuð kínverskra áhorfenda.

Angel Di Maria naut sín í sviðsljósinu og kom PSG yfir eftir rúmlega hálftíma leik með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Franska ungstirnið Christopher Nkunku tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé og staðan í hálfleik 2-0.

Hinn átján ára gamli Timothy Weah, sonur George Weah, leiddi sóknarlínu PSG í leiknum og hann kom þeim í 3-0 á 64.mínútu. Di Maria rak svo síðasta naglann í kistu Monaco og gulltryggði sigur öruggan sigur PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×