Virða lokanir lögreglu að vettugi og ganga inn á brúna yfir Eldvatn Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. ágúst 2018 11:01 Fólk hefur ekki virt lokanir lögreglu og gengur inn á brúna þrátt fyrir að hún sé ekki örugg. Vísir/Jóhann K/Einar Það eru mikil átök undir brúnni yfir Eldvatn en sérfræðingar telja að hlaupið hafi þar náð hámarki um áttaleytið í morgun. Rennslið er raunar enn í hámarki og verður það áfram næstu klukkustundirnar. Vöxtur er mikill og er áin farin að krafsa í brúarendann sem laskaðist í hlaupinu árið 2015. Fólk hefur ekki virt lokanir lögreglu og gengur inn á brúna þrátt fyrir að hún sé ekki örugg. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður okkar og Einar Árnason, tökumaður okkar, eru staddir á svæðinu og halda áfram að greina frá þróun mála og ástandi brúarinnar í máli og myndum. Eindregið hefur verið varað við því að vera á ferð á þessum slóðum vegna losunar eitraðra gastegunda úr hlaupvatninu auk þess sem stór ísflykki geta brotnað úr jökulsporðinum. Fregnir hafa borist um sterka brennisteinslykt vestan Skaftár og allt vestur fyrir jökul. Jóhann og Einar hafa fundið fyrir gaslyktinni og einnig fundið fyrir smá sviða í augum. Brúin laskaðist í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015.vísir/Jóhann K/ Einar Að sögn Jóhanns er ekki útséð með tjón á brúnni á meðan hamurinn í ánni er enn í hámarki. Eins og kom fram í fréttum okkar í gær komust sérfræðingar að því, eftir að hafa flogið yfir Skaftárjökul, að það hafði hlaupið úr báðum kötlum hans, sem hefur aldrei gerst áður. Sérfræðingar telja að það sé ástæðan fyrir óvenjulegum hreyfingum. Í gær fór Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands, í tveggja tíma útsýnisferð yfir jökulinn og ána þegar hann komst að því að vestari ketillinn væri einnig byrjaður að síga. Flæðir yfir tún bænda „Veðrið á staðnum er allt öðruvísi en í gær þegar það var blankalogn og sól en hér er núna hvassviðri og gengur á með rigningu. Við ókum um svæðið og sáum að það hefur flætt töluvert yfir tún bænda hér í nágrenninu þannig að það er ljóst það er töluvert tjón orðið af þessu öðru stærsta Skaftárhlaupi frá upphafi,“ segir Jóhann K. Jóhansson sem greinir frá því sem fyrir augu bar. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53 Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45 Báðir katlarnir að tæma sig samtímis í fyrsta sinn Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. 4. ágúst 2018 19:52 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Það eru mikil átök undir brúnni yfir Eldvatn en sérfræðingar telja að hlaupið hafi þar náð hámarki um áttaleytið í morgun. Rennslið er raunar enn í hámarki og verður það áfram næstu klukkustundirnar. Vöxtur er mikill og er áin farin að krafsa í brúarendann sem laskaðist í hlaupinu árið 2015. Fólk hefur ekki virt lokanir lögreglu og gengur inn á brúna þrátt fyrir að hún sé ekki örugg. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður okkar og Einar Árnason, tökumaður okkar, eru staddir á svæðinu og halda áfram að greina frá þróun mála og ástandi brúarinnar í máli og myndum. Eindregið hefur verið varað við því að vera á ferð á þessum slóðum vegna losunar eitraðra gastegunda úr hlaupvatninu auk þess sem stór ísflykki geta brotnað úr jökulsporðinum. Fregnir hafa borist um sterka brennisteinslykt vestan Skaftár og allt vestur fyrir jökul. Jóhann og Einar hafa fundið fyrir gaslyktinni og einnig fundið fyrir smá sviða í augum. Brúin laskaðist í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015.vísir/Jóhann K/ Einar Að sögn Jóhanns er ekki útséð með tjón á brúnni á meðan hamurinn í ánni er enn í hámarki. Eins og kom fram í fréttum okkar í gær komust sérfræðingar að því, eftir að hafa flogið yfir Skaftárjökul, að það hafði hlaupið úr báðum kötlum hans, sem hefur aldrei gerst áður. Sérfræðingar telja að það sé ástæðan fyrir óvenjulegum hreyfingum. Í gær fór Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands, í tveggja tíma útsýnisferð yfir jökulinn og ána þegar hann komst að því að vestari ketillinn væri einnig byrjaður að síga. Flæðir yfir tún bænda „Veðrið á staðnum er allt öðruvísi en í gær þegar það var blankalogn og sól en hér er núna hvassviðri og gengur á með rigningu. Við ókum um svæðið og sáum að það hefur flætt töluvert yfir tún bænda hér í nágrenninu þannig að það er ljóst það er töluvert tjón orðið af þessu öðru stærsta Skaftárhlaupi frá upphafi,“ segir Jóhann K. Jóhansson sem greinir frá því sem fyrir augu bar.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53 Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45 Báðir katlarnir að tæma sig samtímis í fyrsta sinn Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. 4. ágúst 2018 19:52 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53
Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45
Báðir katlarnir að tæma sig samtímis í fyrsta sinn Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. 4. ágúst 2018 19:52
Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28