Innlent

Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Þjóðvegi 1 við Eldhraun var lokað í dag vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæddi yfir veginn. Svona var umhorfs á vegkaflanum í morgun.
Þjóðvegi 1 við Eldhraun var lokað í dag vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæddi yfir veginn. Svona var umhorfs á vegkaflanum í morgun. Mynd/Ágúst freyr bjartmarsson

Njáll Fannar Reynisson vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir erfitt að meta hvenær vatn hættir að flæða yfir Suðurlandsveg en hlaupið réni hægt.

Sjá einnig: Þjóðvegi 1 lokað um Eldhraun vegna vatns úr Skaftárhlaupi

Njáll Fannar Reynisson vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir hlaupið réna hægt og hefur séð skemmdir vegna þess á Suðurlandsvegi. Vísir

„Það verður svona hávatnsstaða í hrauninu í dag og morgun og ekki gott að segja til um hversu lengi flæðir yfir veginn, þetta tekur alltaf einhvern tíma. Það flæðir yfir nokkur hundruð metra á veginum og vegurinn er nú þegar byrjaður að skemmast,“ segir Njáll. 

Hann segir að Skaftárhlaup hafi áður flætt yfir veginn en þetta sé í meira lagi.

„Hlaupið 2015 var frekar stórt og það fyllti uppí hraunið með aur og drullu svo versnar þetta bara þegar næsta hlaup kemur,“ segir hann.  

Hann segir að strax í morgun hafi verið byrjaðar að myndast bílaraðir við veginn og býst hann við mikilli umferð í dag. Þá gerir hann ráð fyrir að hlaupið taki nokkra daga í viðbót, jafnvel allt að viku.

Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að vatnið á þjóðvegi 1 um Eldhraun væri orðið of djúpt til þess að bílar geti farið yfir og var veginum því lokað. Er umferð beint um Meðallandsveg á meðan og er hjáleiðin talin tefja bílstjóra um 40-60 mínútur.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.