Innlent

Fluttur á sjúkrahús eftir fall af hjóli

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar og skoðunar.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar og skoðunar. Vísir
Hjólreiðamaður var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar eftir að hafa fallið af hjóli sínu í Kópavogi og við það fengið höfuðhögg.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en tilkynning um slysið barst lögeglu skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Að sögn lögreglu var hjólreiðamaðurinn ekki hjálm.

Í tilkynningu lögreglu segir einnig að karlmaður hafi verið handtekinn íBreiðholti um klukkan 9:30 vegna gruns um ölvun við akstur. „Var bifreið hans að auki ótryggð. Karlmaðurinn var frjáls ferða sinna að lokinni blóðsýnatöku.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×