Lífið

Wilson svamlaði í Bláa lóninu við tóna Celine Dion

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Wilson naut sín vel í Bláa lóninu.
Wilson naut sín vel í Bláa lóninu. Skjáskot/Twitter

Ástralska leikkonan Rebel Wilson hefur notið lífsins í góðra vina hópi á Íslandi undanfarna daga, líkt og greint hefur verið frá á Vísi. Ekkert lát virðist vera á því en Wilson birti myndband á Twitter-reikningi sínum í dag þar sem hún sést svamla í Bláa lóninu.

Myndbandið samanstendur af nokkrum klippum, í hverjum Wilson ýmist flýtur í makindum sínum í lóninu eða stillir sér upp með sólgleraugu. Lagið My Heart Will Go On með kanadísku söngkonunni Celine Dion ómar svo undir herlegheitunum.Wilson hefur verið afar dugleg að deila myndum og myndböndum frá Íslandsdvölinni nú í vikunni. Hún lofsamar til að mynda nýtt Retreat-hótel við Blá lónið í færslu sem hún birti á Twitter í gær og tekur sérstaklega fram að ekki sé um kostaða auglýsingu að ræða.Þá hefur hún birt myndir af sér og vinum sínum í jöklaferð og á fjórhjólum. Hópurinn hefur einnig komið við á Þingvöllum og í Kerinu. Wilson er þekktust fyrir hlutverk sitt í Pitch Perfect-kvikmyndunum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.