Fótbolti

Mónakó hefur á einu ári selt sex leikmenn fyrir 45 milljarða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Mónakó fagna marki á meðan þeir voru leikmenn franska félagsins.
Leikmenn Mónakó fagna marki á meðan þeir voru leikmenn franska félagsins. Vísir/Getty
Gjaldkeri franska úrvalsdeildarfélagsins Mónakó ætti að geta skilað nokkuð hallalausum ársreikningi þessi misserin.

Mónakó hefur nefnilega selt sex leikmenn fyrir 360,75 milljónir evra á síðasta eina ári. 360,75 milljónir evra eru 45 milljarðar í íslenskum krónum.

Það besta er við þessa tölu er að Mónakó borgaði samtals 46,75 milljónir evra fyrir þessa sex leikmenn.

Með því að selja þá fyrir 360,75 milljónir evra þá græddi franska félagið 314 milljónir evra eða rúmlega 39 milljarða íslenska króna.







Leikmennirnir sem um ræðir eru

Tiemoué Bakayoko - fyrir 40 milljónir evra til Chelsea

Bernardo Silva - fyrir 50 milljónir evra til Manchester City

Benjamin Mendy - fyrir 57,5 milljónir evra til Manchester City

Fabinho - fyrir 45 milljónir evra til Liverpool

Kylian Mbappé - fyrir 155 milljónir evra til Paris Saint-Germain

Thomas Lemar - fyrir 60 milljónir evra til Atlético Madrid




Fleiri fréttir

Sjá meira


×