Fótbolti

Bandaríkin og Svíþjóð upp fyrir Ísland á nýjum FIFA-lista

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson á HM í Rússlandi.
Gylfi Þór Sigurðsson á HM í Rússlandi. Vísir/Getty
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta lækkar um tvö sæti á heimslista FIFA sem verður birtur í dag en þetta er fyrsti listinn eftir HM í Rússlandi í sumar.

FIFA hefur gert smá breytingar á útreikningum sínum og hvort það sé ástæðan eða árangur íslenska liðsins á HM, þá fer Ísland úr 22. sæti niður í 24. sæti á listanum.

Daginn eftir að Erik Hamrén tók við þá fer sænska landsliðið upp fyrir Ísland á FIFA-listanum með því að hoppa úr 24. sæti upp í það nítjánda.

Bandaríska landsliðið fer líka upp um tvö sæti og kemst upp fyrir íslenska landsliðið.

Spænski knattspyrnutölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út efstu 70 sætin á listanum út frá nýjum reglum og þau má sjá hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×