Innlent

Strætó með glimmervagn í gleðigöngunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vagninn býður fólki að stíga inn í stuðið.
Vagninn býður fólki að stíga inn í stuðið. Mynd/Strætó
Strætó tekur þátt gleðigöngu Hinsegindaga í ár, í annað sinn frá upphafi. Sérútbúinn glimmerstrætisvagn, rafvagn öllu heldur, verður með í göngunni næsta laugardag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó.

Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegindaga, segist þakklátur fyrir samstarf Reykjavík Pride og Strætó.

„Eins og þjóðfélagið, þá eru almennningssamgöngur svo sannarlega fyrir alla og við gleðjumst yfir því að Strætó fagni fjölbreytileikanum með okkur,“ segir Gunnlaugur Bragi.

Hinsegindagar hófust formlega á þriðjudag en þeir ná hápunkti í Gleðigöngunni á laugardag. Gangan leggur af stað frá gatnamótum Sæbrautar og Faxagötu stundvíslega klukkan 14.

Karen Ósk Magnúsdóttir, gjaldkeri Hinsegin daga, Helga Haraldsdóttir, meðstjórnandi Hinsegin daga, Ragnar Veigar Guðmundsson, meðstjórnandi Hinsegin daga Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, ritari Hinsegin daga Gunnlaugur Bragi, formaður Hinsegin daga Björg Fenger, nýr stjórnarformaður Strætó, Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, og Ástríður Þórðardóttir, sviðsstóri fjármála og reksturs Strætó.Mynd/Strætó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×