Söngvari The Hefners sér eftir notkun „blackface“ og biðst afsökunar Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2018 20:26 Birgir Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar, segir að The Hefners muni ekki koma aftur fram með „blackface“. Birgir Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar The Hefners, hefur birt nýja færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir umræðu síðasta sólarhrings hafa verið upplýsandi og hafi orðið til þess að hann hafi skipt um skoðun á notkun „blackface“. Umræðan beinist að færslu Kristins Óla Haraldssonar, betur þekktur sem Króli, en þar vakti hann athygli á því að hljómsveitin kæmi fram með svo kallað „blackface“ gervi, en slíkt hefur verið afar umdeilt og þykir bera vott um fordóma í garð fólks með dökkt litarhaft.Sjá einnig: Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandi Í upphafi sagði hljómsveitin að gervið tengdist ekki kynþáttahatri og þætti miður að fólk túlki sýninguna þeirra sem einhvers konar kynþáttafordóma. Í nýjustu færslu Birgis segir hann að í kjölfar þeirrar umræðu sem varð út frá færslu rapparans Króla hafi hann skipt um skoðun á notkun „blackface“. Það sé nú hans persónulega skoðun að það hafi verið ónærgætið og vanhugsað af hans hálfu og hann fagnar umræðunni, sem hafi fært hann að þessari niðurstöðu. „Ég hef sem sagt breytt um skoðun, það er það fallega við skoðanir, maður getur breytt þeim.“ Hann biður þá sem tóku notkun gervisins nærri sér afsökunar og segir það aldrei of seint að sjá að sér. Hann segir fólk vera betur upplýst nú en í gær um þessi mál og staðfestir að The Hefners munu ekki aftur koma fram með dökkan farða héðan í frá. Birgir hvetur þá fólk til þess að halda umræðunni málefnalegri og segir persónuleg skítköst ekki eiga heima í umræðunni, hvorki á bæjarfélagið, hljómsveitina eða Króla. Hann tekur ítrekar fyrri orð sín að hatur og illska sé fjarri því sem hljómsveitin standi fyrir. Tengdar fréttir Króli gáttaður á „blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík Rapparinn Króli gagnrýnir „blackface“ gervi hljómsveitarinnar The Heffners á Húsavík. 29. júlí 2018 10:57 The Hefners svara Króla fullum hálsi Aðalsöngvari The Hefners svarar rapparanum Króla. 29. júlí 2018 16:48 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Birgir Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar The Hefners, hefur birt nýja færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir umræðu síðasta sólarhrings hafa verið upplýsandi og hafi orðið til þess að hann hafi skipt um skoðun á notkun „blackface“. Umræðan beinist að færslu Kristins Óla Haraldssonar, betur þekktur sem Króli, en þar vakti hann athygli á því að hljómsveitin kæmi fram með svo kallað „blackface“ gervi, en slíkt hefur verið afar umdeilt og þykir bera vott um fordóma í garð fólks með dökkt litarhaft.Sjá einnig: Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandi Í upphafi sagði hljómsveitin að gervið tengdist ekki kynþáttahatri og þætti miður að fólk túlki sýninguna þeirra sem einhvers konar kynþáttafordóma. Í nýjustu færslu Birgis segir hann að í kjölfar þeirrar umræðu sem varð út frá færslu rapparans Króla hafi hann skipt um skoðun á notkun „blackface“. Það sé nú hans persónulega skoðun að það hafi verið ónærgætið og vanhugsað af hans hálfu og hann fagnar umræðunni, sem hafi fært hann að þessari niðurstöðu. „Ég hef sem sagt breytt um skoðun, það er það fallega við skoðanir, maður getur breytt þeim.“ Hann biður þá sem tóku notkun gervisins nærri sér afsökunar og segir það aldrei of seint að sjá að sér. Hann segir fólk vera betur upplýst nú en í gær um þessi mál og staðfestir að The Hefners munu ekki aftur koma fram með dökkan farða héðan í frá. Birgir hvetur þá fólk til þess að halda umræðunni málefnalegri og segir persónuleg skítköst ekki eiga heima í umræðunni, hvorki á bæjarfélagið, hljómsveitina eða Króla. Hann tekur ítrekar fyrri orð sín að hatur og illska sé fjarri því sem hljómsveitin standi fyrir.
Tengdar fréttir Króli gáttaður á „blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík Rapparinn Króli gagnrýnir „blackface“ gervi hljómsveitarinnar The Heffners á Húsavík. 29. júlí 2018 10:57 The Hefners svara Króla fullum hálsi Aðalsöngvari The Hefners svarar rapparanum Króla. 29. júlí 2018 16:48 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Króli gáttaður á „blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík Rapparinn Króli gagnrýnir „blackface“ gervi hljómsveitarinnar The Heffners á Húsavík. 29. júlí 2018 10:57
The Hefners svara Króla fullum hálsi Aðalsöngvari The Hefners svarar rapparanum Króla. 29. júlí 2018 16:48