Uggandi yfir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. júlí 2018 20:00 Forstjóri Kynnisferða segir bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um rútustæðagjöld við Leifsstöð skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á svæðinu. Þannig séu Kynnisferðir í beinni samkeppni í flugrútuakstri við fyrirtæki sem engin gjöld greiða á gildistíma ákvörðunarinnar. Með ákvörðuninni var ISAVIA gert að hætta tímabundið gjaldtöku í svokölluð fjarstæði við Leifsstöð.Frétt Stöðvar 2: Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum Stæðin eru notuð af fyrirtækjum sem hafa ekki fasta aðstöðu í flugstöðinni, en Samkeppniseftirlitið hóf skoðun málsins eftir kvörtun frá Gray Line – sem taldi um ósanngjarna ofurgjaldtöku að ræða. Ekkert verður því innheimt fyrir notkun stæðanna fyrr en í desember, eins lengi og ákvörðunin gildir.Kynnisferðir og Hópbílar hlutskörpust í útboðinu Eftir stendur þó að áfram er greitt fyrir aðstöðu inni í flugstöðinni og á nærstæðum beint fyrir utan. Þá aðstöðu nota Kynnisferðir annars vegar og Hópbílar hins vegar, en fyrirtækin áttu besta boðið í útboði fyrir um ári síðan. Gray Line tók einnig þátt í útboðinu. „Tilboðið okkar var miðað við að það væri gjaldtaka á þessu ytra stæði. Við erum bara að skoða það með okkar lögmönnum og ISAVIA hvaða áhrif þetta hefur á útboðið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Enginn hagur af háum gjöldum Björn bendir á að fjarstæðin séu fyrst og fremst notuð við að sækja sérhópa, það geri Kynnisferðir líka og því enginn sérstakur hagur í því fyrir fyrirtækið að gjöldin séu há. „Það eru auðvitað hagsmunir allra okkar sem erum í ferðaþjónustu á Íslandi að við séum samkeppnishæf í verði,“ segir Björn. Kynnisferðir greiða yfir 40% af tekjum sínum af akstri reglulegrar flugrútu frá Leifsstöð beint til ISAVIA. Björn segir það því tæplega standast skoðun að vera í beinni samkeppni við aðila sem þurfa nú ekkert að greiða, mánuðum saman.Skekkir samkeppnisstöðuna að óbreyttu „Gray Line hefur frá því 1. Mars verið að bjóða upp á flugrútu frá þessu ytra stæði í samkeppni við okkur. Ef það verður niðurstaðan að þeir þurfa ekki að greiða, eða aðrir þurfa ekki að greiða gjald þarna, þá skekkir það auðvitað þessa samkeppnisstöðu,“ segir Björn. Forsvarsmenn ISAVIA veittu ekki viðtal vegna málsins í dag. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að eftir helgi myndi ISAVIA funda með forsvarsmönnum Kynnisferða og Hópbíla vegna þeirra áhyggna sem þeir hefðu lýst vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnismál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Forstjóri Kynnisferða segir bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um rútustæðagjöld við Leifsstöð skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á svæðinu. Þannig séu Kynnisferðir í beinni samkeppni í flugrútuakstri við fyrirtæki sem engin gjöld greiða á gildistíma ákvörðunarinnar. Með ákvörðuninni var ISAVIA gert að hætta tímabundið gjaldtöku í svokölluð fjarstæði við Leifsstöð.Frétt Stöðvar 2: Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum Stæðin eru notuð af fyrirtækjum sem hafa ekki fasta aðstöðu í flugstöðinni, en Samkeppniseftirlitið hóf skoðun málsins eftir kvörtun frá Gray Line – sem taldi um ósanngjarna ofurgjaldtöku að ræða. Ekkert verður því innheimt fyrir notkun stæðanna fyrr en í desember, eins lengi og ákvörðunin gildir.Kynnisferðir og Hópbílar hlutskörpust í útboðinu Eftir stendur þó að áfram er greitt fyrir aðstöðu inni í flugstöðinni og á nærstæðum beint fyrir utan. Þá aðstöðu nota Kynnisferðir annars vegar og Hópbílar hins vegar, en fyrirtækin áttu besta boðið í útboði fyrir um ári síðan. Gray Line tók einnig þátt í útboðinu. „Tilboðið okkar var miðað við að það væri gjaldtaka á þessu ytra stæði. Við erum bara að skoða það með okkar lögmönnum og ISAVIA hvaða áhrif þetta hefur á útboðið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Enginn hagur af háum gjöldum Björn bendir á að fjarstæðin séu fyrst og fremst notuð við að sækja sérhópa, það geri Kynnisferðir líka og því enginn sérstakur hagur í því fyrir fyrirtækið að gjöldin séu há. „Það eru auðvitað hagsmunir allra okkar sem erum í ferðaþjónustu á Íslandi að við séum samkeppnishæf í verði,“ segir Björn. Kynnisferðir greiða yfir 40% af tekjum sínum af akstri reglulegrar flugrútu frá Leifsstöð beint til ISAVIA. Björn segir það því tæplega standast skoðun að vera í beinni samkeppni við aðila sem þurfa nú ekkert að greiða, mánuðum saman.Skekkir samkeppnisstöðuna að óbreyttu „Gray Line hefur frá því 1. Mars verið að bjóða upp á flugrútu frá þessu ytra stæði í samkeppni við okkur. Ef það verður niðurstaðan að þeir þurfa ekki að greiða, eða aðrir þurfa ekki að greiða gjald þarna, þá skekkir það auðvitað þessa samkeppnisstöðu,“ segir Björn. Forsvarsmenn ISAVIA veittu ekki viðtal vegna málsins í dag. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að eftir helgi myndi ISAVIA funda með forsvarsmönnum Kynnisferða og Hópbíla vegna þeirra áhyggna sem þeir hefðu lýst vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppnismál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira