Einstakt samband Íslands og Grænlands Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 20:00 Skákfélagið Hrókurinn hefur haldið úti öflugu skákstarfi á Grænlandi síðastliðinn fimmtán ár. Í dag var blásið til fögnuðar af því tilefni og gaman er að segja frá því að félagið hélt fyrsta skákmótið í sögu Grænlands árið 2003. Einstakt samband hefur myndast milli Íslands og Grænlands í gegnum skákfélagið Hrók og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands. Hugmyndin um samstarfið kom yfir óvenju góðum kaffibolla fyrir fimmtán árum síðan. Þá fóru nokkrir Hróksmenn til Grænlands og fundu það út að ekki var mikil skákmenning þar í landi. Róbert Lagerman, varaforseti Hróks, er vonum glaður með daginn og segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Í þessi fimmtán ár hefur verið farið nokkrum sinnum á ári og í það heila má telja um 70 ferðir. “Þetta snýst ekkert aðallega um skák, heldur líka vináttu og tengingu á milli landa. Svo okkur fannst tilvalið að heimsækja okkar næstu nágranna,” segir hann. Samstarfið hefur gengið vonum framar. Eftir nokkrar heimsóknir út þá var farið í að bjóða Grænlenskum börnum hingað til lands og kenna þeim að synda. Því fylgir mikil upplifun fyrir börnin enda samfélögin ólík að mörgu leyti. Börnin kippa sér til dæmis ekki upp við að sjá ísbirni á sínum heimaslóðum en þykir íslenski hesturinn alveg hreint stórundarlegur. “Byrjum á því að vera með skák, síðan hefur þetta undið upp á sig. Við höfum verið með tónlist og allskonar list, fatasöfnun og allt milli himins og jarðar. Síðan er það tengingin á milli landanna, rækta vinskap þessa nágranna þjóða,” segir hann. Hvað eruð þið að bjóða okkur upp á hér í dag? “Hér eru ljósmyndir frá ferðum okkar. Við leggjum mikið upp úr því að taka myndir og sýna það á netinu og hér uppi á vegg,” segir hann að lokum. Grænland Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Skákfélagið Hrókurinn hefur haldið úti öflugu skákstarfi á Grænlandi síðastliðinn fimmtán ár. Í dag var blásið til fögnuðar af því tilefni og gaman er að segja frá því að félagið hélt fyrsta skákmótið í sögu Grænlands árið 2003. Einstakt samband hefur myndast milli Íslands og Grænlands í gegnum skákfélagið Hrók og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands. Hugmyndin um samstarfið kom yfir óvenju góðum kaffibolla fyrir fimmtán árum síðan. Þá fóru nokkrir Hróksmenn til Grænlands og fundu það út að ekki var mikil skákmenning þar í landi. Róbert Lagerman, varaforseti Hróks, er vonum glaður með daginn og segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Í þessi fimmtán ár hefur verið farið nokkrum sinnum á ári og í það heila má telja um 70 ferðir. “Þetta snýst ekkert aðallega um skák, heldur líka vináttu og tengingu á milli landa. Svo okkur fannst tilvalið að heimsækja okkar næstu nágranna,” segir hann. Samstarfið hefur gengið vonum framar. Eftir nokkrar heimsóknir út þá var farið í að bjóða Grænlenskum börnum hingað til lands og kenna þeim að synda. Því fylgir mikil upplifun fyrir börnin enda samfélögin ólík að mörgu leyti. Börnin kippa sér til dæmis ekki upp við að sjá ísbirni á sínum heimaslóðum en þykir íslenski hesturinn alveg hreint stórundarlegur. “Byrjum á því að vera með skák, síðan hefur þetta undið upp á sig. Við höfum verið með tónlist og allskonar list, fatasöfnun og allt milli himins og jarðar. Síðan er það tengingin á milli landanna, rækta vinskap þessa nágranna þjóða,” segir hann. Hvað eruð þið að bjóða okkur upp á hér í dag? “Hér eru ljósmyndir frá ferðum okkar. Við leggjum mikið upp úr því að taka myndir og sýna það á netinu og hér uppi á vegg,” segir hann að lokum.
Grænland Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent