Innlent

Hildur Knútsdóttir hætt í VG

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Hildur Knútsdóttir setti færslu á Facebook í dag þar sem hún segir að hún geti ekki verið í flokknum lengur.
Hildur Knútsdóttir setti færslu á Facebook í dag þar sem hún segir að hún geti ekki verið í flokknum lengur. Vísir/Villi

Hildur Knútsdóttir fyrrverandi varaþingkona VG og rithöfundur er hætt í flokknum. Þetta kemur fram í færslu sem hún setti á Facebook í dag. Hildur skipaði áttunda sæti á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu Alþingiskosningar.

Í færslunni segir Hildur að hún geti ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn og semji ekki við ljósmæður. Einnig talar hún um heimsókn Piu Kjærsgaard. Hildur segir að það sé fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en að hún vilji ekki vera þar lengur.

Færslu Hildar má sjá í heild sinni hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.