Segir engan hafa „pikkað upp“ komu Piu í tilkynningu Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. júlí 2018 14:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. Fréttablaðið/Anton Þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið haft samráð við flokkinn um komu Piu Kjærsgaard á hátíðarfund Alþingis á miðvikudag, þrátt fyrir að koma hennar hafi verið boðuð í fréttatilkynningu í apríl. Þingmaður Vinstri grænna telur málflutninginn ótrúverðugan og segir þingmenn þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér.Sniðgengu fundinn vegna Kjærsgaard Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þórhildur Sunna segir þingmenn Pírata undanfarna daga hafa legið yfir því hvernig koma danska þingforsetans Piu Kjærsgaard var skipulögð, en Píratar sniðgengu fundinn vegna hennar, og vísuðu til hræðilegra og andlýðræðislegra skoðana Kjærsgaard, þá sérstaklega í innflytjendamálum. „Það sem við komumst svona næst er að í ágúst í fyrra, ef ég man rétt, þá hafi forseti fengið umboð frá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þess tíma til þess að skipuleggja þennan fund nánar. Þar kom fram í fundargerð forsætisnefndar að það yrði mögulega ávarp frá erlendum gestum. Svo var þar innan sviga að mögulega yrði það danski þingforsetinn,“ segir Þórhildur Sunna.Sami fulltrúi Pírata í nefndinni Kolbeinn gagnrýnir málflutninginn og telur ólíklegt að Píratar hafi ekkert vitað af komu Kjærsgaard. „Þetta er búið að liggja fyrir síðan í ágúst í fyrra. Þetta er ekki eins og Steingrímur hafi verið einn í Danmörku í apríl. Þetta var ferð forsætisnefndar og svo fer hann og hittir Piu. Það átti öllum sem virkilega voru eitthvað að velta þessu fyrir sér að vera það ljóst sem sátu í þessum nefndum. Ég veit ekki betur en að það hafi verið sami fulltrúi Pírata sem sat þá, Jón Þór Ólafsson,“ segir Kolbeinn. Þórhildur Sunna segir að betra samráð hefði þurft að eiga sér stað inni á sjálfu Alþingi.Birt neðst í lítilli fréttatilkynningu „Svo hefur verið vísað í það að það birtist þarna einhver lítil fréttatilkynning undir yfirskriftinni að forseti Alþingis hefði sagt danska þjóðþinginu frá hátíðarhöldunum vegna 100 ára afmælisins og þar neðst kemur fram að Pia Kjærsgaard muni flytja ávarp, jújú, það kemur fram. En það pikkar það enginn upp, ekki við og ekki neinn að mér vitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „Mér finnst þetta narratíf sem er búið að vera að búa til, eins og það hafi verið eitthvað agenda hjá fyrst Unni Brá og svo Steingrími J. Sigfússyni, að lauma Piu Kjærsgaard inn og halda því leyndu fram á síðustu stundu. Ég verð bara að segja það, þetta er ekki trúverðugt, bara því miður, og mér finnst að fólk verði aðeins að taka ábyrgð á sjálfu sér,“ segir Kolbeinn. Tengdar fréttir Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið haft samráð við flokkinn um komu Piu Kjærsgaard á hátíðarfund Alþingis á miðvikudag, þrátt fyrir að koma hennar hafi verið boðuð í fréttatilkynningu í apríl. Þingmaður Vinstri grænna telur málflutninginn ótrúverðugan og segir þingmenn þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér.Sniðgengu fundinn vegna Kjærsgaard Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þórhildur Sunna segir þingmenn Pírata undanfarna daga hafa legið yfir því hvernig koma danska þingforsetans Piu Kjærsgaard var skipulögð, en Píratar sniðgengu fundinn vegna hennar, og vísuðu til hræðilegra og andlýðræðislegra skoðana Kjærsgaard, þá sérstaklega í innflytjendamálum. „Það sem við komumst svona næst er að í ágúst í fyrra, ef ég man rétt, þá hafi forseti fengið umboð frá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þess tíma til þess að skipuleggja þennan fund nánar. Þar kom fram í fundargerð forsætisnefndar að það yrði mögulega ávarp frá erlendum gestum. Svo var þar innan sviga að mögulega yrði það danski þingforsetinn,“ segir Þórhildur Sunna.Sami fulltrúi Pírata í nefndinni Kolbeinn gagnrýnir málflutninginn og telur ólíklegt að Píratar hafi ekkert vitað af komu Kjærsgaard. „Þetta er búið að liggja fyrir síðan í ágúst í fyrra. Þetta er ekki eins og Steingrímur hafi verið einn í Danmörku í apríl. Þetta var ferð forsætisnefndar og svo fer hann og hittir Piu. Það átti öllum sem virkilega voru eitthvað að velta þessu fyrir sér að vera það ljóst sem sátu í þessum nefndum. Ég veit ekki betur en að það hafi verið sami fulltrúi Pírata sem sat þá, Jón Þór Ólafsson,“ segir Kolbeinn. Þórhildur Sunna segir að betra samráð hefði þurft að eiga sér stað inni á sjálfu Alþingi.Birt neðst í lítilli fréttatilkynningu „Svo hefur verið vísað í það að það birtist þarna einhver lítil fréttatilkynning undir yfirskriftinni að forseti Alþingis hefði sagt danska þjóðþinginu frá hátíðarhöldunum vegna 100 ára afmælisins og þar neðst kemur fram að Pia Kjærsgaard muni flytja ávarp, jújú, það kemur fram. En það pikkar það enginn upp, ekki við og ekki neinn að mér vitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „Mér finnst þetta narratíf sem er búið að vera að búa til, eins og það hafi verið eitthvað agenda hjá fyrst Unni Brá og svo Steingrími J. Sigfússyni, að lauma Piu Kjærsgaard inn og halda því leyndu fram á síðustu stundu. Ég verð bara að segja það, þetta er ekki trúverðugt, bara því miður, og mér finnst að fólk verði aðeins að taka ábyrgð á sjálfu sér,“ segir Kolbeinn.
Tengdar fréttir Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30
Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07
Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels