Segir engan hafa „pikkað upp“ komu Piu í tilkynningu Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. júlí 2018 14:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. Fréttablaðið/Anton Þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið haft samráð við flokkinn um komu Piu Kjærsgaard á hátíðarfund Alþingis á miðvikudag, þrátt fyrir að koma hennar hafi verið boðuð í fréttatilkynningu í apríl. Þingmaður Vinstri grænna telur málflutninginn ótrúverðugan og segir þingmenn þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér.Sniðgengu fundinn vegna Kjærsgaard Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þórhildur Sunna segir þingmenn Pírata undanfarna daga hafa legið yfir því hvernig koma danska þingforsetans Piu Kjærsgaard var skipulögð, en Píratar sniðgengu fundinn vegna hennar, og vísuðu til hræðilegra og andlýðræðislegra skoðana Kjærsgaard, þá sérstaklega í innflytjendamálum. „Það sem við komumst svona næst er að í ágúst í fyrra, ef ég man rétt, þá hafi forseti fengið umboð frá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þess tíma til þess að skipuleggja þennan fund nánar. Þar kom fram í fundargerð forsætisnefndar að það yrði mögulega ávarp frá erlendum gestum. Svo var þar innan sviga að mögulega yrði það danski þingforsetinn,“ segir Þórhildur Sunna.Sami fulltrúi Pírata í nefndinni Kolbeinn gagnrýnir málflutninginn og telur ólíklegt að Píratar hafi ekkert vitað af komu Kjærsgaard. „Þetta er búið að liggja fyrir síðan í ágúst í fyrra. Þetta er ekki eins og Steingrímur hafi verið einn í Danmörku í apríl. Þetta var ferð forsætisnefndar og svo fer hann og hittir Piu. Það átti öllum sem virkilega voru eitthvað að velta þessu fyrir sér að vera það ljóst sem sátu í þessum nefndum. Ég veit ekki betur en að það hafi verið sami fulltrúi Pírata sem sat þá, Jón Þór Ólafsson,“ segir Kolbeinn. Þórhildur Sunna segir að betra samráð hefði þurft að eiga sér stað inni á sjálfu Alþingi.Birt neðst í lítilli fréttatilkynningu „Svo hefur verið vísað í það að það birtist þarna einhver lítil fréttatilkynning undir yfirskriftinni að forseti Alþingis hefði sagt danska þjóðþinginu frá hátíðarhöldunum vegna 100 ára afmælisins og þar neðst kemur fram að Pia Kjærsgaard muni flytja ávarp, jújú, það kemur fram. En það pikkar það enginn upp, ekki við og ekki neinn að mér vitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „Mér finnst þetta narratíf sem er búið að vera að búa til, eins og það hafi verið eitthvað agenda hjá fyrst Unni Brá og svo Steingrími J. Sigfússyni, að lauma Piu Kjærsgaard inn og halda því leyndu fram á síðustu stundu. Ég verð bara að segja það, þetta er ekki trúverðugt, bara því miður, og mér finnst að fólk verði aðeins að taka ábyrgð á sjálfu sér,“ segir Kolbeinn. Tengdar fréttir Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið haft samráð við flokkinn um komu Piu Kjærsgaard á hátíðarfund Alþingis á miðvikudag, þrátt fyrir að koma hennar hafi verið boðuð í fréttatilkynningu í apríl. Þingmaður Vinstri grænna telur málflutninginn ótrúverðugan og segir þingmenn þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér.Sniðgengu fundinn vegna Kjærsgaard Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þórhildur Sunna segir þingmenn Pírata undanfarna daga hafa legið yfir því hvernig koma danska þingforsetans Piu Kjærsgaard var skipulögð, en Píratar sniðgengu fundinn vegna hennar, og vísuðu til hræðilegra og andlýðræðislegra skoðana Kjærsgaard, þá sérstaklega í innflytjendamálum. „Það sem við komumst svona næst er að í ágúst í fyrra, ef ég man rétt, þá hafi forseti fengið umboð frá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þess tíma til þess að skipuleggja þennan fund nánar. Þar kom fram í fundargerð forsætisnefndar að það yrði mögulega ávarp frá erlendum gestum. Svo var þar innan sviga að mögulega yrði það danski þingforsetinn,“ segir Þórhildur Sunna.Sami fulltrúi Pírata í nefndinni Kolbeinn gagnrýnir málflutninginn og telur ólíklegt að Píratar hafi ekkert vitað af komu Kjærsgaard. „Þetta er búið að liggja fyrir síðan í ágúst í fyrra. Þetta er ekki eins og Steingrímur hafi verið einn í Danmörku í apríl. Þetta var ferð forsætisnefndar og svo fer hann og hittir Piu. Það átti öllum sem virkilega voru eitthvað að velta þessu fyrir sér að vera það ljóst sem sátu í þessum nefndum. Ég veit ekki betur en að það hafi verið sami fulltrúi Pírata sem sat þá, Jón Þór Ólafsson,“ segir Kolbeinn. Þórhildur Sunna segir að betra samráð hefði þurft að eiga sér stað inni á sjálfu Alþingi.Birt neðst í lítilli fréttatilkynningu „Svo hefur verið vísað í það að það birtist þarna einhver lítil fréttatilkynning undir yfirskriftinni að forseti Alþingis hefði sagt danska þjóðþinginu frá hátíðarhöldunum vegna 100 ára afmælisins og þar neðst kemur fram að Pia Kjærsgaard muni flytja ávarp, jújú, það kemur fram. En það pikkar það enginn upp, ekki við og ekki neinn að mér vitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „Mér finnst þetta narratíf sem er búið að vera að búa til, eins og það hafi verið eitthvað agenda hjá fyrst Unni Brá og svo Steingrími J. Sigfússyni, að lauma Piu Kjærsgaard inn og halda því leyndu fram á síðustu stundu. Ég verð bara að segja það, þetta er ekki trúverðugt, bara því miður, og mér finnst að fólk verði aðeins að taka ábyrgð á sjálfu sér,“ segir Kolbeinn.
Tengdar fréttir Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30
Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07
Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16