Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2018 18:30 Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. Það gefi Piu Kjærsgaard hins vegar ekki fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar að gegna embætti forseta danska þingsins. Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í forsætisnefnd Alþingis hefur óskað eftir því skriflega að fá allar upplýsingar um hvernig það var ákveðið að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins skyldi ávarpa hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum, sem Píratar ákváðu að hundsa vegna nærveru hennar. Hún gerði lítið úr þessum aðgerðum Pírata og mótmælum formanns og þingmanns Samfylkingarinnar í fréttum okkar í gær. „En ef menn vilja endilega ræða þessi mál gæti verið að sósíaldemókratar á Íslandi ættu að kynna sér stefnu systurflokka víða um Evrópu og einnig í Danmörku,“ sagði Kjærsgaard meðal annars. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir mikilvægt að samstaða myndist um mannúðlega stefnu í innflytjenda- og flóttamannamálum í Evrópu. „Ég hef tekið eftir því að hún er farin að skipta sér af því hvernig við störfum og hvernig við högum okkur og hefur jafnvel skoðun á því hvernig við erum alin upp. Staðreyndin er auðvitað sú að þetta var þingfundur. Við viljum auðvitað bara koma okkar sjónarmiðum á framfæri á 100 ára afmæli fullveldisins,“ segir Logi. Hann þekki vel til nýlegrar stefnubreytingar danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum undir formennsku Mette Frederiksen þar sem talað sé um gettó og jafnvel þyngri refsingar í hverfum þar sem aðrir en fólk af vestrænum uppruna búi. „Hins vegar göngumst við náttúrlega ekki undir allt það sem systurflokkar okkar eða flokkar sem aðhyllast jafnaðarstefnuna í Evrópu gera,“ segir Logi. Mette Frederiksen hafi afhent honum eintak af þessari stefnu í febrúar og þá hafi hann gagnrýnt stefnubreytinguna. „Ég er pínu hugsi yfir því ef flokkar ætla að hrekjast frá grunngildum jafnaðarstefnunnar í leit að auðfengnum atkvæðum,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar segir erfitt að aðskilja stjórnmálamanninn Piu Kjærsgaard og forseta danska þingsins. Síðan sé engin hefð fyrir því að erlendir stjórnmálamenn ávarpi fundi Alþingis. „Þú getur aldrei útilokað persónuna frá embættinu. Þrátt fyrir allt er hún komin í þetta embætti vegna sinnar stefnu, sinna skoðana, vegna hennar styrks í kosningum. Það gefur henni í rauninni ekki fjarvistarsönnun frá því að standa fyrir það sem hún stendur,“ segir Logi Einarsson. Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan hörfar undan vindi og vætu á morgun Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. Það gefi Piu Kjærsgaard hins vegar ekki fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar að gegna embætti forseta danska þingsins. Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í forsætisnefnd Alþingis hefur óskað eftir því skriflega að fá allar upplýsingar um hvernig það var ákveðið að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins skyldi ávarpa hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum, sem Píratar ákváðu að hundsa vegna nærveru hennar. Hún gerði lítið úr þessum aðgerðum Pírata og mótmælum formanns og þingmanns Samfylkingarinnar í fréttum okkar í gær. „En ef menn vilja endilega ræða þessi mál gæti verið að sósíaldemókratar á Íslandi ættu að kynna sér stefnu systurflokka víða um Evrópu og einnig í Danmörku,“ sagði Kjærsgaard meðal annars. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir mikilvægt að samstaða myndist um mannúðlega stefnu í innflytjenda- og flóttamannamálum í Evrópu. „Ég hef tekið eftir því að hún er farin að skipta sér af því hvernig við störfum og hvernig við högum okkur og hefur jafnvel skoðun á því hvernig við erum alin upp. Staðreyndin er auðvitað sú að þetta var þingfundur. Við viljum auðvitað bara koma okkar sjónarmiðum á framfæri á 100 ára afmæli fullveldisins,“ segir Logi. Hann þekki vel til nýlegrar stefnubreytingar danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum undir formennsku Mette Frederiksen þar sem talað sé um gettó og jafnvel þyngri refsingar í hverfum þar sem aðrir en fólk af vestrænum uppruna búi. „Hins vegar göngumst við náttúrlega ekki undir allt það sem systurflokkar okkar eða flokkar sem aðhyllast jafnaðarstefnuna í Evrópu gera,“ segir Logi. Mette Frederiksen hafi afhent honum eintak af þessari stefnu í febrúar og þá hafi hann gagnrýnt stefnubreytinguna. „Ég er pínu hugsi yfir því ef flokkar ætla að hrekjast frá grunngildum jafnaðarstefnunnar í leit að auðfengnum atkvæðum,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar segir erfitt að aðskilja stjórnmálamanninn Piu Kjærsgaard og forseta danska þingsins. Síðan sé engin hefð fyrir því að erlendir stjórnmálamenn ávarpi fundi Alþingis. „Þú getur aldrei útilokað persónuna frá embættinu. Þrátt fyrir allt er hún komin í þetta embætti vegna sinnar stefnu, sinna skoðana, vegna hennar styrks í kosningum. Það gefur henni í rauninni ekki fjarvistarsönnun frá því að standa fyrir það sem hún stendur,“ segir Logi Einarsson.
Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan hörfar undan vindi og vætu á morgun Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Sjá meira
Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47
Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07
Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00