Öruggara á internetinu Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. júlí 2018 06:00 Ráðstefnan hefst í Hörpu í dag klukkan níu. Fréttablaðið/SigtryggurAri Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir og hin svokallaða ONE hreyfing í samstarfi við Actai Global, standa fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um bálkakeðjur. „Við getum orðað það sem svo að bálkakeðjan sé öruggur staður til að vera á,“ segir Jakob Frímann, léttur í bragði. Bálkakeðjur eru að stórum hluta tengdar söfnun, varðveislu og miðlun gagna á netinu með öruggari hætti en áður. „Það er stundum talað um að þar sem mikið er í húfi og trausts og gegnsæis er vant, þar komi bálkakeðjan sterklega inn. Þetta er órjúfanleg keðja, þannig að það er ekki hægt að eyða hlekkjum í þeirri keðju, svipað og hægt er til dæmis í tölvupóstum; þar er hægt að fara aftur í tímann, breyta dagsetningum, eyða póstum og svoleiðis. Bálkakeðjan er öflug tækni sem getur nýst í óteljandi ólíkum hlutverkum, til dæmis þegar menn eru að sýsla með höfundarrétt, persónulegu upplýsingarnar þínar, peninga eða rannsóknir.“ Ráðstefnan heitir Fire in the sky, eða Teikn á lofti tækninnar, og hefst klukkan 9 í dag með opnunarræðu menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Meðal annarra sem fram koma á ráðstefnunni má nefna Bill Tai, stjórnarmann í Bitfury, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, Oliver Luckett, stofnanda The Audience og Maja Vujinovic, stjórnarmanns í Coindesk. Jakob Frímann er einnig fyrrverandi formaður STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, og sem slíkur umhugað um höfundarrétt. Hann greinir frá því að hafin sé samantekt á þeim þáttum tónlistarlífs á Íslandi sem snúa að tekjuöflun. „Það er Advania sem stendur að því að greina þann markað með það að leiðarljósi að Ísland verði fyrsta bálkakeðju-vædda tónlistarþjóðin, þar sem höfundar, flytjendur og útgefendur geti haft beinan aðgang að öllum tekjum og notkun verka sinna frá fæðingu til þess dags sem er 70 árum eftir dauða höfundar, þegar höfundarrétti lýkur.“ Jakob segir kastljósinu beint að stöðu Íslands sem framsækinnar þjóðar. „Framsæknin er mælanleg að einhverju leyti af internetnotkun landsmanna og nettengingum þeirra. Þar erum við í fremstu röð miðað við höfðatölu, eins og í ýmsu öðru reyndar,“ segir Jakob að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af starfsemi gagnavera hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. 3. júlí 2018 22:00 Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir. 31. maí 2018 15:53 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir og hin svokallaða ONE hreyfing í samstarfi við Actai Global, standa fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um bálkakeðjur. „Við getum orðað það sem svo að bálkakeðjan sé öruggur staður til að vera á,“ segir Jakob Frímann, léttur í bragði. Bálkakeðjur eru að stórum hluta tengdar söfnun, varðveislu og miðlun gagna á netinu með öruggari hætti en áður. „Það er stundum talað um að þar sem mikið er í húfi og trausts og gegnsæis er vant, þar komi bálkakeðjan sterklega inn. Þetta er órjúfanleg keðja, þannig að það er ekki hægt að eyða hlekkjum í þeirri keðju, svipað og hægt er til dæmis í tölvupóstum; þar er hægt að fara aftur í tímann, breyta dagsetningum, eyða póstum og svoleiðis. Bálkakeðjan er öflug tækni sem getur nýst í óteljandi ólíkum hlutverkum, til dæmis þegar menn eru að sýsla með höfundarrétt, persónulegu upplýsingarnar þínar, peninga eða rannsóknir.“ Ráðstefnan heitir Fire in the sky, eða Teikn á lofti tækninnar, og hefst klukkan 9 í dag með opnunarræðu menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Meðal annarra sem fram koma á ráðstefnunni má nefna Bill Tai, stjórnarmann í Bitfury, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, Oliver Luckett, stofnanda The Audience og Maja Vujinovic, stjórnarmanns í Coindesk. Jakob Frímann er einnig fyrrverandi formaður STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, og sem slíkur umhugað um höfundarrétt. Hann greinir frá því að hafin sé samantekt á þeim þáttum tónlistarlífs á Íslandi sem snúa að tekjuöflun. „Það er Advania sem stendur að því að greina þann markað með það að leiðarljósi að Ísland verði fyrsta bálkakeðju-vædda tónlistarþjóðin, þar sem höfundar, flytjendur og útgefendur geti haft beinan aðgang að öllum tekjum og notkun verka sinna frá fæðingu til þess dags sem er 70 árum eftir dauða höfundar, þegar höfundarrétti lýkur.“ Jakob segir kastljósinu beint að stöðu Íslands sem framsækinnar þjóðar. „Framsæknin er mælanleg að einhverju leyti af internetnotkun landsmanna og nettengingum þeirra. Þar erum við í fremstu röð miðað við höfðatölu, eins og í ýmsu öðru reyndar,“ segir Jakob að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af starfsemi gagnavera hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. 3. júlí 2018 22:00 Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir. 31. maí 2018 15:53 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af starfsemi gagnavera hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. 3. júlí 2018 22:00
Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir. 31. maí 2018 15:53