Innlent

Maðurinn sem ógnaði fólki á Svalbarðseyri í fangelsi á ný

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Svalbarðseyri.
Frá Svalbarðseyri. mynd/ja.is
Maðurinn sem handtekinn var á Svalbarðseyri aðfaranótt föstudags eftir að hafa ógnað fólki þar með pinnabyssu var leiddur fyrir dómara í dag.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að maðurinn hafi verið á reynslulausn þegar málið kom upp og hefur dómari við Héraðsdóms Norðurlands eystra nú úrskurðað að hann skuli færður í fangelsi á ný til að afplána eftirstöðvar dóms síns.

Er rannsókn málsins langt komin.

 
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.