Tíminn verður að leiða í ljós hvort tónleikarnir hafi varanleg áhrif á völlinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2018 21:26 Sviðið á Laugardalsvelli var ansi stórt. Vísir/Birgir Grasið á Laugardalsvelli er í góðu standi eftir stórtónleika rokksveitarinnar Guns N‘ Roses sem haldnir voru á vellinum á þriðjudagskvöld. Að sögn vallarstjóra virðast tónleikarnir ekki hafa haft varanleg áhrif á völlinn. Ef þau birtist hins vegar síðar verði brugðist við á viðeigandi hátt. „Vellinum líður bara mjög vel,“ segir Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri á Laugardalsvelli í samtali við Vísi. „Eins og staðan er núna þá eru Fram og Þróttur að spila fótboltaleik á honum þannig að þetta gekk bara frábærlega.“Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotKristinn segir skipulag og samstarf KSÍ og Laugardalsvallar við tónleikahaldara hafa gengið afar vel. „Allir sem komu að þessu voru með sitt á hreinu og fáir sem engir hnökrar.“Sjá einnig: Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N' Roses á Laugardalsvelli Sérstakt gólf var lagt yfir völlinn fyrir tónleikana til að hlífa grasinu sem best. Þegar var hafist handa við að taka gólfið af vellinum að tónleikunum loknum og tók verkið töluverðan tíma. Aðspurður segir Kristinn að þrátt fyrir að völlurinn sé í góðu ásigkomulagi sjái örlítið á honum. „Við tökum alveg eftir því að það hafi verið tónleikar á vellinum. En þetta er ekkert sem við bjuggumst ekki við eða vorum ekki undirbúin fyrir.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær talaði Kristinn um að svæðið undir sviðinu, sem var níðþungt, hafi verið stærsta spurningarmerkið. Inntur eftir því hvort þunginn muni koma til með að hafa varanleg áhrif á völlinn segir Kristinn það ólíklegt. „Ég get ekki sagt það. Af því að við fórum í verkefni þar sem við vorum að gera allt í fyrsta skipti þá vorum við með... kannski ekki áhyggjur, heldur vissum ekki alveg hvað tæki við þegar gólfið færi af. Við vorum búin að gera okkur hugmyndir um það og bjuggumst við því sem birtist í nótt,“ segir Kristinn. „Varanleg áhrif birtast kannski seinna en það er þá eitthvað sem við tæklum þá. Tíminn verður bara að leiða það í ljós.“ Fótbolti Tónlist Tengdar fréttir Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N´Roses á Laugardalsvelli Stærstu seldu tónleikar Íslandssögunnar áttu sér stað þriðjudagskvöldið þegar bandaríska rokksveitin Guns N' Roses lék á Laugardalsvelli fyrir framan rúmlega 25 þúsund tónleikagesti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna, Solstice Production. 26. júlí 2018 11:30 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. 25. júlí 2018 21:21 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Grasið á Laugardalsvelli er í góðu standi eftir stórtónleika rokksveitarinnar Guns N‘ Roses sem haldnir voru á vellinum á þriðjudagskvöld. Að sögn vallarstjóra virðast tónleikarnir ekki hafa haft varanleg áhrif á völlinn. Ef þau birtist hins vegar síðar verði brugðist við á viðeigandi hátt. „Vellinum líður bara mjög vel,“ segir Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri á Laugardalsvelli í samtali við Vísi. „Eins og staðan er núna þá eru Fram og Þróttur að spila fótboltaleik á honum þannig að þetta gekk bara frábærlega.“Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotKristinn segir skipulag og samstarf KSÍ og Laugardalsvallar við tónleikahaldara hafa gengið afar vel. „Allir sem komu að þessu voru með sitt á hreinu og fáir sem engir hnökrar.“Sjá einnig: Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N' Roses á Laugardalsvelli Sérstakt gólf var lagt yfir völlinn fyrir tónleikana til að hlífa grasinu sem best. Þegar var hafist handa við að taka gólfið af vellinum að tónleikunum loknum og tók verkið töluverðan tíma. Aðspurður segir Kristinn að þrátt fyrir að völlurinn sé í góðu ásigkomulagi sjái örlítið á honum. „Við tökum alveg eftir því að það hafi verið tónleikar á vellinum. En þetta er ekkert sem við bjuggumst ekki við eða vorum ekki undirbúin fyrir.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær talaði Kristinn um að svæðið undir sviðinu, sem var níðþungt, hafi verið stærsta spurningarmerkið. Inntur eftir því hvort þunginn muni koma til með að hafa varanleg áhrif á völlinn segir Kristinn það ólíklegt. „Ég get ekki sagt það. Af því að við fórum í verkefni þar sem við vorum að gera allt í fyrsta skipti þá vorum við með... kannski ekki áhyggjur, heldur vissum ekki alveg hvað tæki við þegar gólfið færi af. Við vorum búin að gera okkur hugmyndir um það og bjuggumst við því sem birtist í nótt,“ segir Kristinn. „Varanleg áhrif birtast kannski seinna en það er þá eitthvað sem við tæklum þá. Tíminn verður bara að leiða það í ljós.“
Fótbolti Tónlist Tengdar fréttir Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N´Roses á Laugardalsvelli Stærstu seldu tónleikar Íslandssögunnar áttu sér stað þriðjudagskvöldið þegar bandaríska rokksveitin Guns N' Roses lék á Laugardalsvelli fyrir framan rúmlega 25 þúsund tónleikagesti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna, Solstice Production. 26. júlí 2018 11:30 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. 25. júlí 2018 21:21 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N´Roses á Laugardalsvelli Stærstu seldu tónleikar Íslandssögunnar áttu sér stað þriðjudagskvöldið þegar bandaríska rokksveitin Guns N' Roses lék á Laugardalsvelli fyrir framan rúmlega 25 þúsund tónleikagesti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna, Solstice Production. 26. júlí 2018 11:30
Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00
Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. 25. júlí 2018 21:21