Lífið

Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N´Roses á Laugardalsvelli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tónleikarnir fóru vel fram og var mikil ánægja með rokkarana.
Tónleikarnir fóru vel fram og var mikil ánægja með rokkarana. fréttablaðið/þórsteinn
Stærstu seldu tónleikar Íslandssögunnar áttu sér stað þriðjudagskvöldið þegar bandaríska rokksveitin Guns N’ Roses lék á Laugardalsvelli fyrir framan rúmlega 25 þúsund tónleikagesti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna, Solstice Production.

Það er mat skipuleggjenda að frammistaða hljómsveitarinnar hafi verið frábær og algerlega staðið undir væntingum og vel það.

Guns N’ Roses er hljómsveit sem er komin í flokk stærstu rokksveita tónlistarsögunnar. Meðlimir sveitarinnar eru lifandi goðsagnir og margir tónleikagestir voru að fá langþráðan draum uppfylltan að sjá sveitina leika frægustu lög sín á sviði - og það á Íslandi

„Skipuleggjendur á vegum show.is, framleitt af Solstice Productions, vilja skila einlægum og innilegum þakkarkveðjum til allra sem áttu þátt í að gera tónleika Guns N’ Roses á Laugardalsvelli að ógleymanlegum viðburði. Knattspyrnusamband Íslands, Reykjavíkurborg, Hljóð X, veitingasalar á svæðinu, Strætó, Lögreglan, gæslufólk, Luxor, veitingarþjónusta Laugaás - þetta hefði ekki verið hægt án ykkar,“ segir í tilkynningunni.

Áhorfendametið á Laugardalsvelli er því fallið en árið 2004 mættu 20.204 á leik Íslands og Ítalíu í vináttulandsleik. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×