Innlent

Ráðamenn fá sérstakt boðskort frá aðstandendum Druslugöngunnar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ráðherrar, Alþingismenn, lögreglufulltrúar og forsetinn fá sérstakt boðskort frá aðstandendum Druslugöngunnar sem fer fram á Laugardaginn næsta klukkan 14.00.
Ráðherrar, Alþingismenn, lögreglufulltrúar og forsetinn fá sérstakt boðskort frá aðstandendum Druslugöngunnar sem fer fram á Laugardaginn næsta klukkan 14.00. samsett mynd
Ráðherrar, alþingismenn, lögreglufulltrúar og forsetinn fá sérstakt boðskort frá aðstandendum Druslugöngunnar sem fer fram á Laugardaginn næsta klukkan 14.00. Gengið verður frá Hallgrímskirkju að Austurvelli.

Í bréfinu sem stílað er á ráðamenn segir: „Okkur hefur þótt vanta upp á skilning ráðamanna innan þessa málaflokks og því erum við viss um að þú hefðir gott af því að ganga með okkur og standa með þolendum.“

Aðstandendur Druslugöngunnar í ár ætla síðan að fylgja Kiönu Sif Limehouse og Helgu Elínu Herleifsdóttur þar sem þær ætla að líma boðskort á lögreglustöðina á Hverfisgötu.

Kiana og Helga flytja ræðu á Austurvelli  á laugardaginn en þær segja réttarkerfið hafa brugðist sér eftir að þær kærðu lögreglumanninn Aðalberg Sveinsson, lögreglumann hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málin voru felld niður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×