Segir almennan og viðvarandi vanda hjá Reykjavíkurborg vegna húsnæðismála utangarðsfólks Birgir Olgeirsson skrifar 11. júlí 2018 13:20 Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar sem Umboðsmaður Alþingis lagði í vegna kvartana og ábendinga sem bárust embættinu. VÍSIR/Egill Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að almennur og viðvarandi vandi sé til staðar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks og það sama eigi við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda. Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar sem embættið lagði í vegna kvartana og ábendinga sem embættinu hafði borist þar sem gerðar voru athugasemdir við hvernig sveitarfélögin sjá um að veita þeim sem ekki eru færir um það sjálfir úrlausn í húsnæðismálum og meðferð slíkra mála.Í frétt á vef embættisins kemur fram að við athugun á fjölda utangarðsfólks í Reykjavík árið 2017 kom fram að fjölgað hafði í þeim hópi um 95 prósent frá árinu 2012.Tryggja ekki aðstoð í samræmi við lög Var það niðurstaða athugunar embættisins að Reykjavíkurborg tryggi ekki utangarðsfólki, svo fullnægjandi sé, aðstoð við úrlausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við ákvæði laga. Umboðsmaður komst einnig að þeirri niðurstöðu að reglur Reykjavíkurborgar um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur fullnægi ekki kröfum sem gera verður til skýrleika reglna um skilyrði sem í reynd eru sett fyrir úthlutun húsnæðis. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til þeirra stjórnvalda sem bera ábyrgð á og fjalla um þessi mál að gerðar verði, eins fljótt og unnt er, fullnægjandi ráðstafanir til þess að bæta úr þeim annmörkum sem verið hafa á málsmeðferðartíma og framboði húsnæðisúrræða vegna utangarðsfólks og þar með líka hóps þeirra sem glíma við fjölþættan vanda, m.a. með gerð áætlana um aðgerðir til að mæta og leysa úr þessum vanda. Umboðsmaður tók fram að þar sem lögin kveða ekki á um hvernig sveitarfélögin skuli haga úrlausn þessara mála að öðru leyti en að leysa úr bráðum vanda meðan unnið er að varanlegri lausn teldi hann ekki rétt að ganga lengra að sinni í tilmælum sínum til stjórnvalda en að þau, hvert á sínu sviði þessara mála, geri og leggi fram eins fljótt og því verður komið við áætlanir um aðgerðir til að mæta þessum vanda.Yfirstandandi endurskoðun lokið sem fyrst Umboðsmaður beindi þeim tilmælum sérstaklega til Reykjavíkurborgar að þegar verði leitað leiða til að haga afgreiðslutíma og upplýsingagjöf um fyrirsjáanlegar tafir á því að þeir sem hafa fengið samþykkta umsókn um húsnæði hjá borginni fái því úthlutað í samræmi við þær reglur sem koma fram í 9. gr. stjórnsýslulaga. Enn fremur minnti hann á að í hverju tilviki verður að fara fram einstaklingsbundið mat og rannsókn á aðstæðum viðkomandi umsækjanda um húsnæðisúrræði auk þess sem gætt verði að leiðbeiningarskyldu og skyldu til að skrá upplýsingar um málsatvik og meðferð mála. Umboðsmaður mæltist einnig til þess að Reykjavíkurborg lyki sem fyrst við yfirstandandi endurskoðun gildandi reglna um félagslegt leiguhúsnæði þannig að þær endurspegluðu í reynd öll þau atriði sem hefðu þýðingu við úthlutun almenns félagslegs húsnæðis, auk fyrirhugaðrar setningar reglna um sértæk húsnæðisúrræði. Umboðsmaður birti með álitinu niðurstöður athugunar sem gerð var hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögunum utan Reykjavíkur með tilliti til húsnæðismála utangarðsfólks. Þótt athugunin bæri með sér að almennt hefði lítið reynt á þessar aðstæður hjá flestum sveitarfélaganna taldi umboðsmaður þó ástæðu til að beina þeim tilmælum til þeirra að þau færu yfir þessi mál með tilliti til þess sem fram kæmi í álitinu og huguðu að því, og þá eftir atvikum að höfðu samráði við Reykjavíkurborg vegna einstaklinga sem þangað leita frá öðrum sveitarfélögum, hvernig þau rækja þær skyldur sem lög leggja á þau að þessu leyti.Vakti athygli ráðherra á stöðu mála Umboðsmaður ákvað jafnframt að vekja athygli heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra á stöðu þeirra mála sem fjallað er um í álitinu og þá með tilliti til þess hvernig þessi mál tengjast vanda einstaklinga sem dvelja eða hafa dvalið eða verið vistaðir á stofnunum sem ríkið starfrækir, s.s. geðsjúkrahúsum og fangelsum. Umboðsmaður tók fram að hann teldi mikilvægt að þeir aðilar sem koma að málefnum þeirra hópa sem fjallað er um í álitinu, bæði af hálfu ríkis og sveitarfélaga, hafi með sér samráð um hvernig takast megi á við húsnæðisvanda þeirra þannig að efnisleg lágmarksréttindi séu tryggð og að um sé að ræða raunhæf og virk úrræði í þágu þeirra. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að almennur og viðvarandi vandi sé til staðar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks og það sama eigi við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda. Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar sem embættið lagði í vegna kvartana og ábendinga sem embættinu hafði borist þar sem gerðar voru athugasemdir við hvernig sveitarfélögin sjá um að veita þeim sem ekki eru færir um það sjálfir úrlausn í húsnæðismálum og meðferð slíkra mála.Í frétt á vef embættisins kemur fram að við athugun á fjölda utangarðsfólks í Reykjavík árið 2017 kom fram að fjölgað hafði í þeim hópi um 95 prósent frá árinu 2012.Tryggja ekki aðstoð í samræmi við lög Var það niðurstaða athugunar embættisins að Reykjavíkurborg tryggi ekki utangarðsfólki, svo fullnægjandi sé, aðstoð við úrlausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við ákvæði laga. Umboðsmaður komst einnig að þeirri niðurstöðu að reglur Reykjavíkurborgar um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur fullnægi ekki kröfum sem gera verður til skýrleika reglna um skilyrði sem í reynd eru sett fyrir úthlutun húsnæðis. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til þeirra stjórnvalda sem bera ábyrgð á og fjalla um þessi mál að gerðar verði, eins fljótt og unnt er, fullnægjandi ráðstafanir til þess að bæta úr þeim annmörkum sem verið hafa á málsmeðferðartíma og framboði húsnæðisúrræða vegna utangarðsfólks og þar með líka hóps þeirra sem glíma við fjölþættan vanda, m.a. með gerð áætlana um aðgerðir til að mæta og leysa úr þessum vanda. Umboðsmaður tók fram að þar sem lögin kveða ekki á um hvernig sveitarfélögin skuli haga úrlausn þessara mála að öðru leyti en að leysa úr bráðum vanda meðan unnið er að varanlegri lausn teldi hann ekki rétt að ganga lengra að sinni í tilmælum sínum til stjórnvalda en að þau, hvert á sínu sviði þessara mála, geri og leggi fram eins fljótt og því verður komið við áætlanir um aðgerðir til að mæta þessum vanda.Yfirstandandi endurskoðun lokið sem fyrst Umboðsmaður beindi þeim tilmælum sérstaklega til Reykjavíkurborgar að þegar verði leitað leiða til að haga afgreiðslutíma og upplýsingagjöf um fyrirsjáanlegar tafir á því að þeir sem hafa fengið samþykkta umsókn um húsnæði hjá borginni fái því úthlutað í samræmi við þær reglur sem koma fram í 9. gr. stjórnsýslulaga. Enn fremur minnti hann á að í hverju tilviki verður að fara fram einstaklingsbundið mat og rannsókn á aðstæðum viðkomandi umsækjanda um húsnæðisúrræði auk þess sem gætt verði að leiðbeiningarskyldu og skyldu til að skrá upplýsingar um málsatvik og meðferð mála. Umboðsmaður mæltist einnig til þess að Reykjavíkurborg lyki sem fyrst við yfirstandandi endurskoðun gildandi reglna um félagslegt leiguhúsnæði þannig að þær endurspegluðu í reynd öll þau atriði sem hefðu þýðingu við úthlutun almenns félagslegs húsnæðis, auk fyrirhugaðrar setningar reglna um sértæk húsnæðisúrræði. Umboðsmaður birti með álitinu niðurstöður athugunar sem gerð var hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögunum utan Reykjavíkur með tilliti til húsnæðismála utangarðsfólks. Þótt athugunin bæri með sér að almennt hefði lítið reynt á þessar aðstæður hjá flestum sveitarfélaganna taldi umboðsmaður þó ástæðu til að beina þeim tilmælum til þeirra að þau færu yfir þessi mál með tilliti til þess sem fram kæmi í álitinu og huguðu að því, og þá eftir atvikum að höfðu samráði við Reykjavíkurborg vegna einstaklinga sem þangað leita frá öðrum sveitarfélögum, hvernig þau rækja þær skyldur sem lög leggja á þau að þessu leyti.Vakti athygli ráðherra á stöðu mála Umboðsmaður ákvað jafnframt að vekja athygli heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra á stöðu þeirra mála sem fjallað er um í álitinu og þá með tilliti til þess hvernig þessi mál tengjast vanda einstaklinga sem dvelja eða hafa dvalið eða verið vistaðir á stofnunum sem ríkið starfrækir, s.s. geðsjúkrahúsum og fangelsum. Umboðsmaður tók fram að hann teldi mikilvægt að þeir aðilar sem koma að málefnum þeirra hópa sem fjallað er um í álitinu, bæði af hálfu ríkis og sveitarfélaga, hafi með sér samráð um hvernig takast megi á við húsnæðisvanda þeirra þannig að efnisleg lágmarksréttindi séu tryggð og að um sé að ræða raunhæf og virk úrræði í þágu þeirra.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira